Leita í fréttum mbl.is

Leiftrandi saursókn sjálfstæðishrossanna

kol33Mikið þó andskoti er það líkt sjálfstæðiflokkslubbunum að reyna að ná sér niður á pólitíkum andstæðingum með því byggja mál sitt á hægðum og þvaglátum. Fyrst reyndu þessi endemi að gera Dag B. og meirhlutann ábyrg fyrir meintum mannasaursflaumi í Nauthólsvík í sumar; helstu endemi ,,sjálfstæðisstefnunnar" létu helst á sér skilja, að Dagur og þau hin sætu allar nætur á bökkum Fossvogs, með buxurnar á hælunum, og kukkuðu látlaust í sjóinn til að gera borgarbúum eins mikla og svívirðilega bölvun og hægt væri. Nú sækja sjálfstæðisskepnurnar í sig veðrið og láta eins og bestíur við að koma því inn hjá höfuðborgarbúum að Dagur og meirihlutinn í borgarstjórn séu óbetranlegir brunnmígar, sem víli ekki fyrir sér að losa þvag og hægðir í drykkjarvatn Reykvíkinga. 

Og hvað ætli sjálfstæðishetjurnar meini svo með þessum skítavaðli? Á þetta þokkaframtak að koma því inn hjá kjósendum að meirihlutafólkið sé stórhættulegt og sé að reyna að sýkja þá og drepa? Eða hvað gengur þessum skinhelgu boðberum sjálfstæðislágmennskunnar til. Jú, þetta lið ræður sér ekki fyrir vonsku fyrir að hafa tapað meirihlutanum í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir löngu síðan. Þar áður hafi Sjálfstæðisflokkurinn setið einn að meirihluta í Reykjavík í hálfa öld og hleyptu öllu klóaksulli, allan tíman, beint í fjörurnar umhverfis Reykjavík. Þessi málarekstur sannar svo ekki verður um villst, að ekki er munur á kúk og skít í borgarstjórn Reykjavíkur.
g til. 
Og hverjir ætli séu svo höfundar að hinni leiftrandi skítasókn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík? Samkvæmt helstu kremlarlógum í Valhallarbrellum, þá er auðséð á öllu, að þar ráði ferðinni þau frú Ingveldur, Brynjar Vondalykt og Indriði Handreður.Er svo að sjá að þeim þremenningunum hafi verið gefinn laus taumurinn hvað áróður og illmægi varðar í baráttunni um borgina. Það hefir hefir löngum gefist Sjálfstæðisflokknum vel að ljúga sem mestu í aðdraganda kosninga, lofa öllum fjandanum án þess að hugsaum efndir, en einkum þó að ata andstæðingana öllum þeim auri og viðbjóði, sem þeir hafa hugmyndaflug til. Þetta kalla þeir í Valhöllu ,,snarpa stjórnmálabaráttu" og eru hreyknir af. Svona fara sjálfstæðishrossið að því að efla fagurt mannlíf í landinu.    


mbl.is „Leiðinlegt og vandræðalegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Nú hefur þér fatast húmörinn Jóhannes. Það var aldrei og þurfti ekki meira til en íhaldstrúbadorinn ýjaði að lausagöngu brunnmiga í hlandverndarsvæðinu.

Þorsteinn Siglaugsson, 16.1.2018 kl. 23:08

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Svona hlutir eru ekki tilefni gamanmála af nokkru tagi.

Jóhannes Ragnarsson, 17.1.2018 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband