Leita í fréttum mbl.is

Ekki brugðust Íslendingar fremur en fyrri daginn

images.jpgÍslendingar brugðust ekki fremur en fyrri daginn þegar að því kom að velja einhverja lagleysu fyrir Evróvísíjón. Eins og ekkert væri valdi okkar fólk langlélegasta lagið sem var í boði og þar með er orðið víst að mikið verður hlegið út um alla Evrópu að smekkleysi Íslendinga, afdala- og akáraskapar þeirra þegar kemur að tónlist, þótt ekki sé um merkilegri tónlist að ræða en venjulegt Evróvísíjóngaul.

Úti í Þýskalandi er mikill hópur Evróvísíjónunnenda, sem fylgdist grannt með keppninni í Íslandi. Eins og við manninn mælt sprakk þessi stóri söfnuður úr hlátri þegar tilkynnt var um framlag Íslands, aldrei höfðu menn þar á bæ heyrt aðra eins lagleysu framreidda með jafn hjákátlegum óhljóðum og graðvargastappi. Og Þýskurunum bar einróma saman um að önnur eins reginfífl og Íslendingar væru ekki til á norðurhveli jarðar.

Úr því sem komið er verða Íslendingar víst að neyðast til að kaupa einhverja gargara til að flytja hneykslið á sviði í Portúgal fyrir framan gjörvalla Evrópu eins og hún leggur sig. Og þá verður nú fyrst hlegið að Íslendingum svo um munar. Öll álfan mun bókstaflega ljóma af hæðni og dáraskap í garð okkar Íslendinga, þessarar gömlu, æruprýddu bókmenntaþjóðar sem samdi Íslendingasögurnar, Sturlungu og Snorraeddu, en getur í dag ekki samið annað en hornskakka hrákakviðlinga, sem felstum verður íllt af að hlusta á. 


mbl.is Ari verður fulltrúi Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband