Leita í fréttum mbl.is

Óöld í Garðabæ. Smíði gálga boðin út á morgun og innbrotsþjófar hengdir

galgiMerkilegt hve mikið er um innbrotsþjófa í Garðabæ. Þessir hvimleiðu skálkar virðast flestir, ef ekki allir sem einn, eiga lögheimili í þessu bæjarfélagi og jafnvel vera bornir og barnfæddir þar. Til eru sögur af því þegar einn hópur manna tekur til að fjölga sér óeðlilega á einum stað. Þannig virðir innbrotsþjófum af Garðbæsku bergi brotnir hafa fjölgað langt umfram það er góðu hófi gegnir. Og svo ófyrirleitnir eru umræddir innbrotsþjófar í Garðabæ að þeir eru farnir að ganga um götur bæjarins um hábjartan dag með kúbein í hönd.

Fyrir ekki svo alls löngu bar svo til í Garðabæ að húsráðendur í tveimur einbýlishúsum, er standa hlið við hlið á besta stað í bænum, hringdu flaumósa í lögregluna og tilkynntu svívirðileg innbrot í hús sín. Þegar betur var að gáð kom í ljós, að þessir grannar til margra ára, höfðu brotist inn hvor hjá öðrum á sama tíma og báðir höfðu látið greipar sópa eins og verstu sjóræningjar.

Vonandi fundar ríkisstjórnin í fyrramálið um ófremdarástandið og innbrotahrinuna í Garðabæ og gerir viðeigandi ráðstafanir þar um. Í gamla daga höfðu betri bændur í hreppum vítt og breitt leyfi frá yfirvöldunum til að hengja þjófapakk. Oft var hallæri með timurvörur í þann tíð svo bændur létu oft nægja að leggja sæmilega meðfærilegan rekadrumb yfir þröngt gil, hnýta á hann snörur og embætta svo óbótamennina í eitt skipti fyrir öll. Í dag er ekki timburhallæri í líkingu við það er áður var og ætti banghögum Garðbæingum ekki að verða skotaskuld úr að slá saman veglega gálga til að hengja í innbrotsþjófa sína andstyggilega.


mbl.is Vöknuðu við innbrotsþjóf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband