Leita í fréttum mbl.is

Kynlegasta framboð í sögu íslenskrar verkalýðshreyfingar

auðvaldEitt af því kynlegasta sem spurst hefir um af vettvangi verkalýðshreyfingar í háa herrans tíð er þessi svokallaði A-listi, sem er í framboði í stjórnarkjöri verkalýðsfélagsins Eflingar í Reykjavík. Fyrir það fyrsta er einhver náungi í framboði til formans fyrir þennan A-lista, sem virðist varla vita hvort hann er að koma eða fara og enn síður hvað verkalýðsfélög og stéttabarátta er, en síst af öllu hefir hann hugmynd um að auðvald, arðrán og arðræningjar séu til. Ég meira að segja sá og heyrði þetta sérkennilega verkalýðsforingjaefni afneita því í Silfri Egils að arðrán væri til, og virtist allt benda til að maðurinn skildi ekki orðið, hafi kanski aldrei heyrt það nefnt.

Nú er það víst svo, eftir því sem ég hefi hermt, að A-listi þessi sé framboð skrifstofusjakalana á kontórum Eflingar, fólk sem hefir það að atvinnu að taka við félagsgjöldum verkafólks og leggja inn á sjóði, síðan kemur Sigurður Bessason, verkalýðsformaður Eflingar til 18 ára, og klappar hálfsofandi á sjóðina eins og þegar bíað er ofan á krakka sem á að fara að sofa. Einhver glöggur verkalýðssinni sagði mér einhverntíma, að þegar Guðmundur sálugi Jaki hefði hætt afskiptum af verkalýðsmálum eftir langt og gifturíkt starf, oft við mjög erfiðar aðstæður, hefði eftirmaður hans hjá Dagsbrún, jakkafatakakkalakkinn Halldór Björnsson látið það verða sitt fyrsta verk að eyðileggja Dagsbrún með því að sameina hana fáeinum hálfdauðum og máttlausum félögum í Reykjvík, en úr því samsulli varð svo Efling, sem ekkert hefir unnið sér til frægðar annað en að vera hálfdautt skrifstofusjakalaveldi á kafi í stéttasamvinnu með auðvaldinu, Sjálfstæðisflokknum og Mogganum.

En eitt virðast skrifstofusjakalar A-listans geta, en það er segja fólki hvað B-listinn er, án þess þó að geta svarað hvað þetta A-listaframboð er, fyrir hvað það stendur og hver séu markmið þess og framtíðarsýn. Hvernig getur þetta lið ætlast til að nokkur lifandi sála sjái sér fært að kjósa það til að sitja lengur urrandi á sjóðum Eflingar, flest á miklu hærri launum en verkafólkið sem það hefur þóst vera að vinna fyrir?  


mbl.is Funda vegna mögulegrar kæru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Ertu að tala um gufuna? Þennan slæðing sem birtist eins og fyrir slysni í sjónvarpinu?  Þetta fyrirbæri verður verkalýðsforingi.

Kristbjörn Árnason, 5.3.2018 kl. 16:39

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ja, jú, um einhvern slæðing er ég að tala. En hvernig sem allar kosningar heimsins fara þá verður þetta aldrei verkalýðsforingi.

Jóhannes Ragnarsson, 5.3.2018 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband