Leita í fréttum mbl.is

Óskiljanlegt ferðalag tveggja ráðalausra sakleysingja ...

heim3_1056810.jpgHelvíti snaggaralegur strákur þessi Sindri Þór, gengur hreint til verka í hvívetna og flaug af landi brott til Svíþjóðar með forsætisráðherranum Katrínu. Nú má vel satt vera að ferðalag Sindra Þórs standist ekki að öllu leyti lög og reglugerðir, en þar kemur á móti að piltur er snar í snúningum og lætur ekki aukaatriði vefjast fyrir sér. Og víst er um það að umsvif Sindra Þórs jafnast næstum því á við snilld og göfugheit Sigurðar Gottsveinssonar, sem frægur varð á fyrrihluta nítjándu aldar fyrir heimsókn þá er hann gjörði bóndanum að Kambi á Árnessýslu.

Og sem fyrr segir ferðaðist Sindri Þór með sjálfum forsætisráðherra Íslands til Svíþjóðar. Um það er aðeins eitt að segja og það er, að þó ferðalag Sindra stráks hefi ef til vill verið eitthvað á skjön við lög og reglu, þá má með sanni segja að erindi forsætisráðherra út þangað sé til muna sóðalegra og siðlausara. Segja þeir er gerst vita að blessaður sakleysinginn, Katrín forsætisráðherra, hafi verið nörruð af vondum mönnum til að vera viðriðin vopnakaup Indverja af Svíum. Hvaða erindi Katrín telur sig eiga í hörmulega subbulegan selskap er hreint út sagt óskiljanlegt.

Svo má náttúrlega vel vera að Katrín hafi líka verið að strjúka eins og Sindri Þór; flýja undan sjálfri sér, Steingrími og Bjarna Ben. Og máske sameina Katrín og Sindri strok sín og hverfa sporlaust til Indlands með herkallinum, sem sendur var til að kaupa orrustuþotur af Svíum fyrir Indverja. Næst fréttum við væntanlega af þessum sérkennilegu ferðafélögum við búddískt bænastand við rætur Himlayafjalla ásamt sannheilögum jógum og spekingum. Þetta fer vonandi einhvernveginn, og hvernig sem það fer þá fer það sem það fer - og okkur er andskotans sama hvernig það verður.   


mbl.is Greiddi miðann með eigin korti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Hafi þau setið hlið við hlið vandast málið. Það er hægt að gera ýmislegt með sex hundruð tölvum og óræðum vopnasölumönnum.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 19.4.2018 kl. 02:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband