Leita í fréttum mbl.is

Lengra koms Pírataskútan ekki

strandVæri ekki nær að segja að Pírataskipið hafi farið þegar í stað á hliðina þegar það var sjósett og síðan hafi áhöfnin snúið sér í hringi, annaðhvort klórandi sér í rassinum, eða nefinu, eða hvorttveggja í einu. Lengra hefir skútan atarna ekki komist og hefir síðan legið á hliðinni hálffullt af sjó og seyru.

Jú, Brýgítta hafði loks fyrir skemmstu vit á að forða sér á einum fæti í land, hinn fóturinn týndist í Hreyfingunni, og nú stökkur Saari í land og eru þá aðeins eftir viðvaningar og blindingjar eftir í flakinu og auðséð hvað um þá verður.

Sennilega verður Pírataskútan dregin á land næsta haust og komið fyrir á áramótabrennu í Vesturbænum. Eftir það verður saga Pírata farin að kortast svo um munar og það litla sem eftir verður af pírötum mun setjast að á Austurvelli með hasspípurnar sínar og gras og láta þar fyrir berast uns veslings greyin varða notuð sem áburður á blómstrin á vellinum, umhverfis Jón Sigurðsson, sem aldregi neytti kannabiss svo vitað sé.


mbl.is Segir Pírata „stefnulaust skip“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband