Leita í fréttum mbl.is

Svo sammæltust bændur um endanlega lausn á ljósmóðurvandamálinu

AuðvaldskrakkiNúnú, ljósmæðgurnar eru með þetta 573-848 þúsundir króna á mánuði í laun og ættu þar af leiðandi ekki að vera á horleggjunum, nema þær sem eru óráðsíumæðgur og kunna ekki með pénínga að fara, en soleiðis lið á að segja sig til sveitar í stað þess að heimta hærri laun til að sólunda í brennivín og aðra vitleysu. Samkvæmt þessum tölulegum staðreyndum eru ljósmæður, eða ljósmæðgur eða hvað þetta er kallað, með yfirdrifið há laun og ættu með réttu lagi að hlýta launalækkun og það dálítið verklegri. 

Í gamla daga var var sona ljósmæðga sem einlægt var augafull við embættisverk sín. Mér sagði gömul kona í trúnaði að þessi dæmigerða ljósmóðir hefði eitt sinn legið áfengisdauð við hliðina á rúminu sem í lá kona í barnsnauð. Svo sammæltust bændur í sveitinn um hvað gera skyldi nest þegar ljósmóðirin væri í svona líka feykna-stuði. Mánuði síðar bar til að mest metna húsfreyja sveitarinnar yrði léttari. Var ljósmóðirin kölluð til og mætti hún með þrjár þriggjapela brennivínsflöskur í pússi sínu og hóf þegar að drekka yfir sngurkonunni. Þegar fæðingin var rétt hálfnuð hné ljósmóðirin útaf og lenti flöt á gólfinu undir rúmstokknum. Komu þá bændur þar að og tóku ljósmæðguna og tjóðruðu hana vel og vandlega í hrútastíunni í fjárhúsinu. Þar í hrútastíunni fékk þessi baldna kona að hýrast það sem eftir lifði, en hrútadjöflarnir stönguðu hana til bana, rétt undir fengitíma, strax veturinn eftir.

Nú skal ósagt látið hvort nútíma ljósmæðgur séu upp og ofan eins vínhneigðar og sem ofangreind ljósmóðir, en ljóst er þó að ljósmóða með tæpa milljon á mánuði ætti að hafa efni á að vera iðulega draugfull við yfirsetur og hrókur alls fagnaðar við barnsburði. Það sem ljósmóðirin í sveitinni hafði á pela sínum uns yfir lauk var groddalegt landabrugg, rótsterkt að vísu, en engan veginn samanburðarhæft við hvítvín og konníjökk nútíma yfirsetuskvenna.


mbl.is Segja hækkanir ljósmæðra meiri en annarra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband