Leita í fréttum mbl.is

Ekki ástæða til að örvænta, nei nei nei ... alls ekki

ingv40_1243782.jpgJá það hefir mörg konan verið með lífið í lúkunum, ekki síst móðurlífið, án þess að farið verði nánar út í þann sálm hér, enda verður fólk að fara annað en á þessa síðu til að verða sér úti um fróðleik í klámi. En stúlkukindin Birta þarf ekki að örvænta strax, ekki gengin með nema 37 vikur; gömlu konurnar okkar, sem vissu hvað þær sungu, fóru ekki að ókyrrast fyrr þær vóru búnar að ganga með í stinnar 80 vikur, en þá vóru þær stundum við að sprynga í loft upp og hefðu sprungið í loft upp með hvelli ef þær hefu ekki orðið léttari upp úr því.

Og að fara að hafa hrottafengnar draumfarir og martraðir er algerður óþarfi á þrítugustu og sjöundu viku. Ekki dreymdi Máríu Borgargagn neinn óþverra á þrítugustu og sjöundu viku þegar hún var ólétt eftir grænlenska dárann, sem hún hélt að væri japanskur. Nei og aftur nei, Máríu Borgargagn dreymdi dufl og dans þegar hún var vanfær og drakk meira að segja brennivín og var hin gleiðasta úti á skvernum fram á síðasta dag. Enda er Máría Borgargagn sanníslenskum kvennvíkingur með hor og slef á vissum stöðum. Ó já.

En þegar frú Ingveldur kom út hjá sér einn morguninn og sá að manneskja hafði kukkað á húsvegginn hjá henni varð hún gjörsamlega gjörtryllt. Og hver hefði ekki orðið það í sporum frú Ingveldar. Daginn áður hafði hún farið með slöngu og kúst umhverfis allt húsið og þrifið veggina og gluggana svo sást þar blettur né hrukka. En morguninn eftir hafði einhver viðbjóðsleg mannskepna gert sér lítið fyrir og teðjað á húsvegginn! Og þar eð frú Ingveldur er vísindalega sinnuð tók hún sýni og lét vísindamennina á Keldnum greina það. Þá kom í ljós að sökudólgurinn, veggjakukkarinn, var aunginn annar en Brynjar Vondalykt, en frú Ingveldi hafði grunað hann frá byrjun, en þar á eftir grnaði hana að annaðhvort Kolbeinn eða Borgargagnið væru völd að ósómanum. Næst þega Vondalyktin kom í heimsókn og ætlaði að láta sem ekkert væri tók frú Ingveldur hann og misþyrmdi honum svo verklega að mannhelvítið hrein eins og skorinn úlfur og lauk svo leiknum með því að rota hann með kökukefli. Síðan hefir Brynjar Vondalykt láti það ógert að kukka á hús frú Ingveldar.


mbl.is „Bókstaflega með lífið í höndunum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband