Leita í fréttum mbl.is

Já, það verður djöfullegra en orð fá lýst

kol3.jpgOg brátt verður ástandið á Landspítalanum djöfullegra en orð fá lýst. Þá held ég forstjórinn, sem bæði er Engeyingur og náfrændi Bjarna Ben og hefir auk þess laun á við tylft af ljósmæðgum, verði framúrskarandi glaður, hreinlega ofsaglaður. Mest verður þó gaman, og ringulreiðin hvað mest, þegar forstjórinn verður sjálfur lagður inn á sængurkvennadeild til hrygningar. Ég er ekki frá því að fari að fara um okkar mann þegar bullsveitt yfirsetukona, blóðug upp að öxlum, kemur vaðandi inn að rúmi til hans og skipar honum höstuglega að fara að fæða. Ég gæti best trúað að þá muni líða yfir kallhróið af skelfingu.

Það fór einusinni sona hjá spítalaforstjóra í Mexíkó. Sá pauri vildi heldur ekki semja við ljósmæðgurnar og þær gripu hann og steyptu honum í 12 vikna sónar og hótuðu honum fóstureyðingu ef hann héldi ekki kjafti og gengi að kröfum þeirra. Nú, kallinn stympaðist á móti og þær sprautuðu í hann gumsi sem kemur fæðingu af stað og blésu auk þess fullt af kókaíndufti upp í nasirnar á honum. Ekki stóð á að forstjórinn færi að rembast og loks sprakk hann eins og hlandblaðra og ein ljósmæðgan náði rétt svo að grípa krógann áður en hann spýttist út í vegg. Daginn eftir sögðu blöðin að föður og barni heilsaðist vel eftir atvikum. ,,Eftir atvikum", takið eftir því.

En nú er svo komið að ekki verður lengur undan vikist fyrir Bjarna Ben, Swandeesý og Stenngremm að semja við ljósmæðgurnar annars eru þær vísar til að ganga svo nærri forstjóranum að óvíst er að hann muni bíða þess bætur. Og ekki trúum vér svo glatt að jafn nettur og góðviljaður maður og fjármálaráðherra vilji frænda sínum mjög illa, sem sé að lenda í gráðugum lúkonum á ljósmæðgunum. Hann hlýtur að vita hvernig ljósmægur eru þegar þær eru í ham. Sennilega þarf líka að kalla út bysskubbinn og víxlubysskubbana til að biðja fyrir forstjóranum, því ekki virðist veita af. 


mbl.is Ástandið versnað hraðar en búist var við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband