Leita í fréttum mbl.is

Menningarviðburður á heimsmælikvarða á Norðurlandi

band1Á meðan lágmenningarskríllinn vafrar í ráðaleysi á tómleik hjá Gunnu og Rósu steðja Steingrímur joð og hans Samherjar á alvörutómleika hjá kolasveitinni PCC Bakka. Sem flestir vita, þá hefir kolasveitin PCC Bakki orð á sér fyrir að vera hámenningarfyrirbrigði, sem hefir á efnisskrá verk eftir valinkunna Engeyinga, Þistilfirðinga og annan þvíumlíkan hámenningaraðal. Fyrsti þáttur dagskrár PCC Bakka verður þyrilkviðan ,,Sjá svörtu kolin eru græn" eftir sjónhverfingaskáldið Swabba Sendiherra. Annar þáttur verður umvafinn reykjarkófi og heitir því skemmtilega nafni ,,Það svíður augun og allt er svo grátt." Þriðji og síðasti þáttur er svo fagurt gleðikombó á tvær gígjur og tvo symbala.

Í lok kolaveislunnar verður fjöldasöngur og lögin ,,Eldur í ofnhúsi níu" og ,,Birta í kolsvörtu kolaporti" sungin aftur og aftur við glasaglaum og guitarspil. Svo má búast við að Steingrímur og hans glaðbeitta lið syngi sönginn ,,Ég er vinstrigræn" langt fram á nótt, en sá söngur varð þess valdandi fyrir nokkrum árum að kýr í Skagafirði, sem heyrði sönginn óvart, drapst á stundinni.

En í kveld verður það PCC Bakki sem á sviðið á Norðurlandi og það mun rjúka úr rústunum þegar eldar aftur og birtir, eins og segir í ljóðinu. Svo á eftir að koma í ljós hvort kolasveitin PCC Bakki verður jafn vinsæl fyrir norðan og Kísilkvintettinn í Helguvík varð á sínum tíma í Reykjanessbæ.



mbl.is Birta hjá PCC Bakka komin aftur í gang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband