Leita í fréttum mbl.is

Verri drullupollur og Sævar Sendireður

lyktMér er sagt að til séu verri drullupollar en Árbæjarlaugin, en ég sel það nú ekki dýrar en ég keypti. Hinsvegar gerðist það á dögunum að frú Ingveldur og Kolbeinn ákváðu að veita Sævari nokkrum Sendireð aukaaðild að helgarsamkvæmum þeirra hjóna, en það þýðir að Sævari þessum er heimilt að sækja flest helgarsamkvæmin, en honum mun þó með öllu óheimilt að hafa eiginkonu sína með sér. 

Sævar Sendireður er hálfgerður vandræðamaður, ef mann ætti að kalla, ófrómur er hann og siðlaus, taktlaus og vitlaus. Samt er kona hans, að sögn fróðra manna, enn verri en hann er. Einn þeirra sem veit sitthvað um þá konu er Kolbeinn Kolbeinsson sjálfur, enda aftók hann með öllu að hleypa henni inn á heimili sitt á virðulegar samkomur. Einkum lætur Kolbeinn illa af þefnum af konunni, sem hann segir að sé eins og upp úr súrheysgryfju með illa verkuðu súrheyi í. Ef hann væri spurður að því hvernig lykt hann héldi að væri í Helvíti hjá Djöflinum sjálfum og hans árum þá mundi hann svara því til að hann héldi að það væri svipuð óþverraangan og af kerlingu Sævars Sendireðs nærbuxnalausri.

Nú kann glöggur lesandi að spyrja: Hvað er mannandskotinn að blanda þessum Sævari og hans kerlingu saman við frétt um Árbæjarlaug? Því er þá til að svara, að eitt sinn sókti lögreglan títtnefndan Sævar í Árbæjarlaug, handtók hann og hafði á brott með sér. Í það skipti var honum gefið að sök að hafa kukkað í laugina, sem var áreiðanlega dagsatt, því Sævar Sendireður er hálfgerður vandræðamaður og sóði er hann tvímælalaust. Viku síðar slapp hann aftur í Árbæjarlaugina og lék þá sama leik og var handtekinn öðru sinni. Með honum í ferð í það skipti var eiginkona hans og auk þess Brynjar okkar hérna Vondalykt, en þeir Sævar eru náfrændur. Skömmu eftir að lögreglan hafði Sævar á brott með sér voru eiginkonan og Vondulyktinni vikið af vettvangi fyrir skírlífis- og hórdómsbrot, særa og svívirða blygðunarkennd barna og kvenna, auk þess að hafa um hönd guðlast af verstu tegund. Eftir þetta var sett upp mynd af Sævari, konu hans og Vondulyktinni á áberandi stað í Árbæjarlaug ásamt tilkynningu um að þessum persónum væri meinaður aðgangur að lauginni til eilífðarnóns. 


mbl.is Synt í sælu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband