Leita í fréttum mbl.is

Eiríkur frá Hamri skálar einn á kamri

ball.jpgFrá sjónarhóli okkar Íslendinga er mikilvægast að vera lausir við eyjaskrögginn Heimi Tönn, enda hefði leið hans með íslenska knattspyrnulandsliðið aðeins legið beint niður, ef hann hefði haldið áfram með það, á botninn. Já. Grey kallinn reyndi að fleyta sér áfram eins lengi og stætt var á Lassa Lagerbekk, en nú var það búið og kominn tími á næsta Svía. Þegar Heimir hunskaðist fyrir rest frá KSÍ var hann eitthvað að belgja sig út með að hann væri að halda á alþjóðleg mið í þjálfun, hann væri so djöfull eftirsóttur. Nú hefir komið í ljós að eftirsóknin erlendis einskorðast við eitt lið í áttundu deild í Skotlandi.

Eiríkur frá Hamri er hins vegar sérlega hæfur maður, enda náskyldur Þorsteini sáluga frá Hamri; þeir hafa einlægt verið liðtækir í fótbolta þeir af Hamarsættinni. Ekki er þó ljóst hvort Þorsteinn átti landsleiki að baki, en vitað er að Eiríkur hefir aldrei verið valinn í landslið. En so er vel kunnugt að Eiríkur er manna óvinsælastur í Svíþjóð, enda var hann sviptur landvistarleyfi þar, eftir að hafa næstum gert útaf við sænska knattspyrnulandsliðið og skilið það eftir á botninum á ræsinu.

En nú er sem sé búið að ráða Eirík inn svenska til KSÍ þannig að hann getur haldið áfram að svalla um borg og bí og KSÍ borgar, og borgar. En þar sem íslenska landsliðið er í ræsinu eftir útreiðina í Rússlandi í sumar og ólíklegt að það eigi afturkvæmt þaðan, er alveg ágætt og raunar ljúft að hafa giljagaur eins og Eirík frá Hamri að staupa sig yfir því.


mbl.is Stærsta áskorunin á ferlinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband