Leita í fréttum mbl.is

Að verða innlyxa er oftast djöfullegt

wcÞað er alltaf hálfnöturlegt að verða innlyxa, ekki síst í stöðum sem heita skuggalegum nöfnum eins og Kolgrafafjörður eða Keflavík. Fyrir nokkrum árum máttu fáeinar síldapöddur bíða þau örlög að verða innlyxa í Kolgrafafirði og það varð uppi fótur og fit og það jafnvel svo að fullmisheppnaðir ráðherrar og þingeyður komu á staðinn til að auka á óþrifin af síldarýldunni. Nú er hveli mætt á staðinn og strax orðin innlyxa og því tímabært fyrir hreppsyfirvöld að fara skrifa bréf til ráðuneyta og heimta bætur fyrir óþægindi af rotnuðum hvölum í Kolgrafafirði; svo verða þingfífl og ráðherrar virkjaðir og á endanum verður gefinn úr digur tékki sem bætur fyrir ónæðið sem helvítis hvelin gerðust sannarlega sek um.

En fyrst farið er að nota orðið ,,innlyxa" detta mér í hug meinleg örlög Gunnbrands Ísolfssonar, sem lést að heimili sínu í Reykjavík þann 12 mars 1942. Gunnbrandur heitinn fannst í fremur skammarlegri líkamsstellingu fyrir framan salernisskálina á baðherbérgi sínu. Höfuð hans var ofan í skálinni sjálfri og þar á ofan lá níðþungur steðji, í þokkabót hafði veri sturtað niður yfir steðjann og höfuð Gunnbrands. Í lögregluskýrslu um atburðinn, sem kom í leitirnar á Þjóðskjalasafninu, segir að Gunnbrandur hafi framið sjálfsmorð með því að drekkja sér í sinni eigin salernisskál og steðjinn ofan á höfði hans hafi verið til þess að hann rifi ekki höfuðið upp úr skálinni þegar vatnið fossaði úr kassanum. Á meðfylgjandi dánarvottorði stóð að Gunnbrandur Ísolfsson hafi látist af völdum drukknunar í vatni.

Nú væri þetta allt gott og blessað ef Gunnbrandur hefði ekki verið hauskúpubrotinn eftir steðjann, eða annan ámóta þungan hlut, þegar hann teygði sig í snerilinn á klósettkassanum og sturtaði niður. Það sér hver heilvita maður að dauðrotaður maður með mölbrotinn haus sturtar ekki niður, né fremur önnur viðvik, eftir að vera orðinn djúpt meðvitundarlaus eða jafnvel steindauður. Nei, vinir mínir, hér var morð framið á Gunnbrandi Ísolfssyni og morðinginn eða morðingjarnir fengu að ganga lausir eftir að hafa aflífað þennan annálaða sómamann og velgjörðamann ungra ekkna. Eflaust hafa morðingjarnir ekki látið við sitja að drepa Gunnbrand aumingjann í eigin salerni, heldur haldið uppteknum hætti og kálað fleiri manns. En það var hræðilegt fyrir Gunnbrand að verða innlyxa á þeim stað er hann fannst andaður. 


mbl.is Hvalatorfa innlyksa í Kolgrafafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband