Leita í fréttum mbl.is

Hann var allur flatlúsugur

kuk.jpgÉg eyði þér helvítis minkurinn þinn, hvæsti Máría Borgargagn að eiginmani sínum þegar hún hafði fullvissað sig á því að hann væri allur flatlúsugur. - Þær eru sumar svo stórar að það heyrist í þeim urrið! Hvar náðirðu í þetta helvíti, skepnan þín? Það var fárr um svör hjá Infriða Handreði; hann fór eitthvað að þvaðra um, að þega stórt væri spurt, o.s.frv., en Borgargagnið stöðvaði þvættinginn með því að gefa honum firnafast á kjaftinn svo hann riðaði allur um stun og valt síðan út af.

Máría Borgargagn gáði hvort maður hennar væri nokkuð örendur eftir höggið og hún þá orðin löggiltur morðingi. En það var ekki því að heilsa, helvítis óbermið Indriði Handreður var ekki dauður og enn síður flatlýsnar sem hann var búinn að koma sér upp. Og Máría reyndi enn og árfram að krefja hann sagna um hvað hann heðfi komist yfir þessi kvikindi. -Fékkstu þær úr endanum á Kolbeini, helvítið þitt? Eða af Sigurveigu Dræsu, eða Viggu Sleggju, hún er römm það hænsni og óþefinn leggur langar leiðir af henni.

Því miður varð Máría Borgargagn að búa við fullkominn upplýsingaskort hvað varðaði hið nýstárlega málefni sem upp var komið á líkama eiginmanns hennar. - Að ég skuli ekki hafa hrint þér fyrir björg þegar við vorum í fjallgöngunni um daginn, fnæsti Borgargagnið og rak aðra löppina miðlungis vinsamlega í síðuna á manngarminum sem lá flatlúsugur á gólfinu og dró þungt andann. Skömmu síðar vatt Kolbeinn Kolbeinsson skrifstofustjóri og framsóknarmaður sér inn úr dyrunum, áberandi rauðeygur og flóttalegur í framan. Hann var í jakkafötum, þ.e. hann var aðeins í jakkafötunum, aungvu öðru og það var svipljótt bremsfar á buxnarassinum. - Jahh, nú hefir heldur betur gefið á bátinn við Grænland, hugsaði Borgargagnið með sér þegar sá hið ógnvekjandi bremsufar. - Nú held ég verði gaman í flatlúsabæ.


mbl.is Hálft maraþon 14 ár í röð hjá Guðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband