Leita í fréttum mbl.is

Mikið gleðiefni að hafa sérfræðing í sjálfbærum skuldum

spenn2.jpgHann Eyþór Arnalds kvað vera sérfræðingur í sjálfbærum skuldum og því mikið gleðiefni að hann skuli hafa tekið að sér að greiða úr hinum mikla vanda sem Vandræðabarnafélag Samfylkingar, VG og Pírata hefir komið borginni í. Dagur karlinn veit ekkert um sjálfbærar skuldir, en kann eitthvað að safna skuldum; hann er alveg úti á þekju og ruglar A-og B-hluta borgarbókhaldsins saman í erg og gríð með lafandi tungu; þetta er orðinn slíkur hrærigrautur hjá karli að ekki getur endað öðruvísi hjá hönum en í spennitreyju.

Nú, rekstrarniðurstaða Reykjavíkurborgar er jákvæð og neikvæð um 28 prósent að viðbættum aurum sem hrísluðust framhjá péníngakassa borgarinnar. Nokkrir spesíudalir fundust til dæmis í nærbuxum eins borgarfulltúans og lá þá við uppþoti í Ráðhúsinu, en sökum samtryggingar var málið þaggað niður og aðrir borgarfulltrúar fengu spesíur í sínar nærbuxur. Það er allt í mesta bróðerni í Ráðhúsinu, drengir mínir, og allir sáttir við alla; meira að segja grettlan með tunguna er byrjuð að elska íhaldskerlingarnar eins og sjálfa sig.

drunk5.jpgFyrir skömmu réði borgarstjórnin sér félagslegan skemmtunarstjóra og hefir sá náungi þegar skilað skýrslu ásamt tillögum um skemmtilegri fundi. Þessi karl, sem er víst kona ef betur væri að gáð, leggur sem sé til, að borgarstjórn komi sér upp knæpustemmningu á borgarstjórnar- og borgarráðsfundum, ennfremur verði viðlíka knæpustemmning á fundum velferðarráðs, eða hvað það nú heitir, og hafnarnefndar. Sérfræðingurinn mælir með að bjórkranar verði við sæti hvers borgarfulltrúa og við ræðupúlt, einnig verði kranar fyrir hvítt og rautt og sterkt. Kosnaður við umrædda uppfærslu í borgarstjórn í skemmtunarátt er alls ekki kosnaðarsöm og auðvelt að gera kosnaðinn hverfandi lítinn með því að skrifa hluta hans á aðra liði, en það er mjög algengt að þessháttar aðgerðum sé beitt í fegrunarskyni í sjálfbærum skuldareikningum. 


mbl.is Skuldasöfnun borgarinnar ekki sjálfbær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband