Leita í fréttum mbl.is

Dálítið um vonir, þrár og ættingja frú Ingu Sædal

bjorn1_871977.jpgÞað má ríkisstjórnarófétið eiga, að það brást ekki vonum og þrám frú Ingu Sæland. Ef ríkisstjórnin hefði gert eitthvað fyrir tekjulága hefði erindi frú Sæland í poletik verið lokið, á enda runnið, fokið út í buskann. En fyrst ekkert á að gera fyrir tekjulága annað en að hækka á þá útvarpsgjaldið þá getur frúin haldið eitthvað áfram að röfla um fátæka og tekjulága og sagt vera að berjast fyrir það fólk. En meðan Inga Sæland hefir þessa tvo íhaldsbolbíta til reiðar á fátækratölti sínu verður árangurinn aunginn, nema frúin telji það til árangurs ef bolbítar hennar bíta þá fátæku í hælana.

En nú hefir sem betur fer annað og skemmtilegra komið í ljós varðandi frú Ingu Sæland. Það kom sem sé í ljós eftir að Oddur spekingur hafði rannsakað málið niður í kjölinn, að frú Inga er náskyld frú Ingveldi og einnegin náskyld þeim umdeilda kvennkosti Ingupu. Ennfremur er Sælandið dulítið í ætt við Kolbein Kolbeinsson skrifstofustjóra og framsóknarmann og í frændgarði hennar má finna ekki ómerkari persónur en Máríu Borgargagn, en þær Borgargagnið eru báðar afkomendur frægrar ambáttar frá Söguöld og skyldleiki þeirra mikill. Mest um vert er þó að Inga Sæland er mjög skyld, eftir duldum leiðum að vísu, þeim Brynjari Vondulykt og Indriða Handreði. Af framansögðu má ætla, að frú Inga Sæland fái ársmiða gefins í hin rómuðu helgarsamkvæmi að heimili þeirra frú Ingveldar og Kolbeins.

Mun nú vegur sæmdarkvinnunnar frú Ingu Sælands fara ört vaxandi á vetri komanda og ætla má að þar ráði inntaka hennar í frægaðarhöll hjónanna frú Ingveldar og Kolbeins mestu um. Allt um það, þá verður ekki skilist við pistil þenna án þess að drepa á þá uppgötvun spekingsins í ætternisritúali sínu, að bæði frú Ingveldur og Kolbeinn maður hennar eru afkomendur þeirra feðga Bjarnar frá Öxl og Sveins sonar hans. Vissulega kunna svona uppgötvanir að setja strik í reikning virðingarverðra borgara, sem í aungvu vilja vamm sitt vita. Nú er komin upp sú leiðindastaða, að vont fólk er líklegt með að taka upp á að hía og benda löngutöng á frú Ingveldi og Kolbein á götu og gera hróp að þeim vegna misjafnra forfeðra þeirra. Illhugar úr krataátt eru vísir með að leysa onum sig og múna á þau og litla líflega VG-skruddan að reka út úr sér tunguna í átt til þeirra hjóna.


mbl.is Segir ekkert gert fyrir tekjulága
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband