Leita í fréttum mbl.is

Fyrsta skiptið er æði misjafnt eftir því hvur í hlut á

full1-Mig rekur ekki minni til að það hafa verið eitthvert fyrsta skipti hjá mér, ég var nefnilega blind-augafull og hann varð eins og skítur þegar ég gekki í skrokk á honum daginn eftir. Síðan hefir vesalingurinn verið geymdur á hælinu og þess vandlega gætt að hann komist ekki út og fái að auglýsa sinn raunverulega innri mann. Ekki man eg heldur eftir fyrsta kenndiríinu, af þeirri einföldu ástæðu, að ég, þá barn að aldri, fór í svefni fram í stofu og dakk mig gersamlega út úr og vaknað ofurtimbruð daginn eftir bak við stofusófan, en þá hafði verið gerð að mér dauðaleit í nokkra klukkutíma, en engum hugkvæmst að kíkja bak við sófagarminn.

Þegar Kolbeinn var beðinn um að lýsa sínu fyrsta skipti varð hann óður, braut allt og bramlaði í eldhúsinu og hljóp síðan út og sparkaði í hund nágrannans. Útaf því sparki brutust úr mikil átök, því nágranninn og kerling hans tóku ófarir hundsins óstinnt upp og réðust á Kolbein. Þeim slag linnti ekki fyrr en frú Ingveldur tók í taumana og lagði höndur á nágrannana og lék þá grátt, en þá hafði nágrannahjónunum tekist að toða handfylli af hundaskít upp í Kolbein. Hinsvegar veku furðu hve Kolbeinn brát illa við þegar ,,fyrsta skiptið" var nefnt, og talið líklegt að eitthvað verulega ódennsilegt sé í pokahorninu hjá þessum einkennilega manni.

Hinsvegar mað Máría Borgargagn furðuskýrt eftir fyrsta skiptinu hennar og Indriða Handreðs; það var heima hjá frú Ingveldi og varð öllum strax ljóst að hér höfðu tvær ósiðlegar menneskjukindur lennt uppí hjá hvorri annarri. Á meðan þetta ,,fyrsta skipti" þeirra Handreðs og Borgargagns fór fram sat Brynjar Vondalykt með prik í hendi á stól við hliðina á bæli þeirra og potaði prikinu í afturendan Handreðsins er honum þókti Handreði daprast flugið og hvatti hann dáða með grófum frýjunarorðum og öðrum ljótum munnsöfnuði. Síðar vóru þau Máría Borgargagn og Indriði Handreður verðlaunuð fyrir afburða snallt og tæknilegt ,,fyrsta skipti" og forsetinn kallaði þau til sín og veitti þeim orðu og heiðursskjal til að hengja upp á vegg.  



 


mbl.is Fyrsta skiptið ekki endilega fullkomið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ha ha ha. Mig rámar í prikið hvaðan sem það nú kemur

Níels A. Ársælsson., 29.9.2018 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband