Leita í fréttum mbl.is

Nýjar uppgötvanir sagnfræðinga um raunverulegt eðli vissra einstaklinga

stelpa1Meinligur misskilningur hefir lengi hulið sagnfræðilegar staðreyndir sem snúa að fáeinum stórfrægum persónum, flestum kvenkyns. Þar eiga í hlut ekki ókunnari stúlkur en Mjallhvít, Öskubuska, Þyrnirós, Rauðhetta og Gréta, systir Hans, götustráksins alræmda. Af þessum fimm heiðurstelpum var Gréta tvímælalaust þeirra verst að innræti og tiltektum. Það var ekki að ástæðulausu sem faðir Hans og Grétu og stjúpa þeirra fóru með börnin út í skóg og skildu þau þar eftir í þeirri von að villudýrin mundu rífa þau í sig; þau höfðu nefnilega, blessuð litlu systkynin, reynt ítrekað að eitra fyrir stjúpunni og stundum pabbanum líka, því þau girntust bankabækur þeirra og péningakistla.

En því miður viltust Hans og Gréta ekki meir en svo í skóginum, að þeim lánaðist að komast heim aftur eftir að hafa myrt gamla konu á hroðalegasta hátt. Enda létu þau það vera sitt fyrst verk eftir ævintýrið í skóginum að laumast aftan að stjúpunni, þá hún átti sér einskis ílls von, og kyrkja hana með vírspotta, gítarstreng í tóntegundinn a, sem Gréta hafði falið bak við tré í garðinum heima hjá þeim. Og þegar pápi barnanna kom heim eftir að hafa mjólkað kýrnar fyrir prestinn, dró Gréta upp haglabyssu og otaði að karlinum og bauðst til að skjóta af honum höfuðið ef hann gerði veður út af andláti stjúpunnar og faðirinn lagði niður skottið og lét sér umsvif Grétu vel líka.

Eins og sést af sannleikanum um Hans og Grétu og viðskiptum þeirra við stjúpuna, þá er þarna ekki um einsdæmi að ræða. Mjallhvít, sem vér trúðum að væri litla, sæta fyrirmyndarstúlkan, var í raun og sann svívirðilegt óhræsi. Með sögunni af samveru hennar með dvergunum sjö er höfundur frásagnarinnar að gefa undurfínt í skyn að Mjallhvít hafi verið óð af frygð og haft með ekki færri en sjö kalmönnum í einu; og þetta með að þarna hafi verið um dverga að ræða, er aðferð ritarans að láta vita að þar hafi farið unglingsstrákar, gjörspilltir af illu eðli götunnar.    


mbl.is Fjarskiptakostnaður þingmanna helmingast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband