Leita í fréttum mbl.is

Það verður haldið hlífiskildi yfir nasistagöltunum nú sem fyrr

hitler1Það er áreiðanlega voða spennandi að vera nasistagöltur í Þýskalandi í dag og vitna í glórulausan vaðal villmanna eins og Hitlers og Görings. Lægra kemst mannsandinn varla. Hinu má samt aldrei gleyma, að nasiminn í Hitlerþýskalandi á síðustu öld var skilgetið afkvæmi stórauðvaldsins á Vesturlöndum, sem sigaði þessum endemum á Sovétríkin í þeim tilgangi að kveða þau niður, því útþenslulögmál auðvaldsheimsins þoldi ekki þröskulda sósíalismans. Þegar upp var staðið og ótölulegur fjöldi milljóna lá dauður í valnum, voru það Sovétríkin sem slökktu hið djöfullega bál nasismans. Þegar nasismaskepnan lá dauð komu helstu auðvaldsdrjólar Vesturlanda fram á sjónarsviðið og kröfðust hlutdeildar í sigrinum!

Þegar ljóst varð, að senditík auðvaldsins á Vesturlöndum, þýski nasisminn hafði brugðist í baráttunni gegn Sovétríkjunum, brást Vestulandaauðvaldið við með því að skella öllum hurðum í lás á Svovétríkin. Það hefur alltaf reynst heimsvaldasinnuðu stórauðvaldi best að beita sósíalískar tilfæringar einangrun og grafa þannig undan þeim. 

Þegar hin auma þriðja kynslóð sovéskra valdhafa gafst upp við skyldu sína og gekk auðvaldinu á hönd, gerist það fljótlega að upp gýs fasismi og nasismi á Vesturlöndum, eins og viðbjóðslegur draugagangur. Fyrst í stað þorði fólk ekki að kalla þennan draugagang sínu rétta nafni; kölluðu þetta í mesta lagi ,,öfgahægrimennsku" með rasísku ívafi, þó að allir sem þekktu gripinn vissu að þarna var gamli Þýskalandsnasisminn afturgenginn eins og Þorgeirsboli. Og víst er um það, að stórauðvaldið á Vesturlöndum mun ekki ráðast að nasismadraugnum á Vesturlöndum til að kveða hann niður nú fremur en Hitler og félaga í gamla daga. Fasisminn er nefnilega eitt af áhrifaríkustu tólunum í verkfærakistu auðvaldsins, nú sem fyrr.  


mbl.is Tilkynna vinstrisinnaða kennara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband