Leita í fréttum mbl.is

Minningarstef úr íslenskri fjölskyldusögu

kol4Þá gamli Handreður andaðist nú fyrir skömmu kættist Indrið Handreður sonur hans ákaflega, því hann hefir lengi munað í arfinn, því hann hefir lengi talið að gamli maðurinn ætti morð fjár undir koddanum, aðallega péníngseðla sem karlinn hefði viðað að sér á ólöglegan hátt. Og Indriði Handreður varð svo ofsaglaður vegna burtsofnunar föðurins, að hann orkti föðurminningarljóð:

,,Sálgaður á síðu lá
sóðagripur gólfi á;
forðum fingrlangur.
Karlfuglinn í kukknum rann
og kom þá dauðinn yfir hann;
af sveltu var ei svangur."

Máría Borgargagn, fyrir ekki allslöngu gengin í hjónaband við Indriða skáld, las minningaróðin og setti í brúnirnar og spurði Handreðinn með þjósti hvort hann væri að gefa í skyn að faðir hans hefði verið myrtur, þar sem hann orðaði það svo að faðir hans hefði legið ,,sálgaður" í gólfinu, sem gæfi til kynna að honum hefði verið sálgað. Enn fremur ýjaði hann að því að faðir hans hefði verið stórtækur þjófur og bófi.

En Indriða var öldungis sama um aðfinslu og aðdróttum Borgargagnsins og sagði sem svo, að fyrir mestu væri að karlskrattinn væri dauður, meira að segja steindauður, og nú skyldi sko farið undir koddann hjá karli og péningarnir hirtir, hver einasti aur; hitt draslið geti reynt að ná sér í fjármuni annarsstaðar og undir öðrum koddum, í Seðlabankanum eða einhverstaðar. Og Handreðurinn var svo uppveðraður, að hann lýsti því fjálglega yfir, að honum væri andkotans sama hvort nánustu ættingjar hans færu á vonarvöl og dræpust úr hungri út á götu eins og sjúkir flækingskettir.
 


mbl.is Neitaði að draga ummæli sín til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband