Leita í fréttum mbl.is

Þeir veltu bobbingi fram af fjallsbrún

rollÞegar aldavinirnir Kolbeinn Kolbeinsson og Indriði Handreður voru fermingardrengir voru þeir sendir í sveit til að læra að vinna. Því miður tókst ekki að halda drengjunum að störfum allan sólarhringinn og féllu því svokallaðar frístundir stöku sinnu í þeirra skaut. Eitt sinn komustust þeir yfir stóreflis bobbing úr járni og fóru með hann til fjalls að nóttu til og létu hann gossa fram af brúinni fyrir ofan kaupstaðinn.

Brekkan var afar brött og há og bobbingurinn náði fljótt gríðarlega miklum hraða og þaut inn í kaupstaðinn eins og tundurskeyti, eyðilagði tvær bifreiðar og hvarf síðast inn stofuvegg á húsi nokkru og vann þar ótrúleg spjöll. Húsráðendur vóru í fastasvefni þá ógæfan kom í heimsókn, konan féll samstundis í öngvit og hún vaknaði og lá lengi. Börnin þurst fram úr rúmunum með ópum og óhljóðum og minnsti drengurinn, heimskur og vitlaus að upplagi, læsti sig inni á klósetti og kastaði lyklinum í salernið, í óstjórnaræsingi, og sturtaði honum niður; honum varð ekki bjargað fyrr en daginn eftir.

Þegar betur var að gáð kom í ljós að þeim Kolbeini og Handreðri hafði tekist að hæfa manneskju með bobbingnum og drepa hana; umrædd manneskja var karljálkur sem var að laumast heim til sín um hánótt eftir að hafa verið að drýgja hór; það var talað um mannslát en ekki mannskaða og sumir þóktu sig hólpna eftir fráfall þessa manns. Löngu síðar komust illvirkjannir að því að karltruntan, sem varð undir bobbingnum og dó, var afabróðir Brynjars Vondulyktar. Að sjálfsögðu var heilmikil landhreinsun af bottför aumingja karlsins, en samt fór fjarri að allir væru fegnir; allar frillur hans, þrjár að tölu, hörmuðu hann ákaflega og þessi eini karlkyns elskhugi hans var óhuggandi og dó að lokum úr harmi. En glæpurinn komst aldrei upp og bófarnir hafa til þessa dags leikið lausum hala; þeir reyndu meira að segja að endurtaka leikinn áratugum síðar, með hræðilegum afleiðingum, en frá því hneyksli verur ekki sagt að sinni.  


mbl.is Smíða síðustu bobbingana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ha ha já það get ég sagt þér fyrir satt Pétur minn, það hefði orðið mannslát en ekki mannskaði....cool

Níels A. Ársælsson., 21.10.2018 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband