Leita í fréttum mbl.is

Hann er áreiðanlega úr Hafnarfirði

dri1Eitt og annað bendir til að afbrotafólið sé úr Hafnarfirði; hann fleygði nærbuxunum sínum, grútskítugum og lúsugum, út um glugga í Hafnarfirði og í þokkabót hafði hann vogað sér að aka bifreið í Reykjavík, en sem kunngust er er Hafnfirðingum harðbannað að keyra í Reykjavík, sem og blessum öðrum byggðarlögum, að Hafnarfirði undanskyldum.

En auðvitað varð maðurinn að henda nærbuxunum, lyktin var hvort eð er að kæfa hann og lúsastofninn hafði stökkbreyst og orðið við það uppivöðslusamari og grimmari. Samt er fyrir öllu að búið er að dæma kauða í fangelsi og það verður löng fangavist, því það er mikið verk að betra slíkan mann.

Og rifjast þá upp kvæðið um hýra Hafnfirðinginn í Hellisgerði, það var þó ljóti garmurinn. Hann varð að lokum fyrir því að villiköttur, en að þeim er nóg í Hafnarfirði, réðist á hann og drap hann. Síðan hefir aunginn Hafnfirðingur verið hýr. Meðan hans naut við voru allir, sem leið áttu um Hellisgerði, á verði að aftan og framan og allt um kring: Þeir sem ekki gættu sín lentu illa í því og urðu öryrkjar. En nú er hallur úr heimi / holtabresturinn knái / Farinn á framandi slóðir / fákurinn hýri úr Gerði. 


mbl.is Kastaði buxum út um glugga verslunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband