Leita í fréttum mbl.is

Út er kominn ljóðabálkurinn ,,Þröng göng"

ing6Út er kominn hjá bókaforlaginu Örvar&Úlfur ljóðabálkurinn ,,Þröng göng" eftir skáldkonuna Máríu Borgargagn. Þetta er frumraun Borgargagnsins á vettvangi fagurfræðilegra ljóðmæla og sem slíkt þá hefur henni tekist virkilega vel til. Það er sem sé ár og dagur og eitthvað meir síðan alskapað stórskáld, að ég segi ekki þjóðskáld, hefir stokkið, nánast upp úr aungvu, fram á ritvöllinn og slegið samstundis í gegn, því svo sannarlega hefir Máríu Borgargagni að hitta nákvæmlega á fínast gullstrenginn í hjarta þjóðar sinnar.

Ljóðabálkurinn ,,Þröng göng" skiptist upp í sex kafla og er víða dýrt kveðið og djarfmannlega telft. Fyrsti kaflinn, ,,Úr fjötrum til frelsis" hefst til dæmis á svo stórbrotinn og stórkostlegan hátt, að aungvu er til að jafna í íslenskri skáldskaparlist, allt annað verðu hégómi, hjóm, klunnaskapur. Til að gefa lesanda innsýn í það sem koma skal, þá hefst ljóðabálkurinn ,,Þröng göng" á þessa leið:

Þröng eru göng
og göng eru stöng.
Blærinn leikur um lindartréð í garðinum.
Gamall maður paufast bindur með brotin staf eftir gangstéttinni
fyrir framan gluggann.
Og þröng eru göng, þröng vóru göng,
en nú ek em orðin loðin og löng.
Þeir þöndu út göng með til þess ætlaðri stöng.
Nú missir sá gamli, blindi með brotna stafinn,
fótanna og stangar stéttina með hrjúfu enni sínu.
Handreðurinn vex og dafnar á náttborðinu. 


mbl.is Trump heldur áfram árásum á Macron
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Máría er stórskáld. Annað eins hefur ekki sést síðan á tímum okkar sálaða tónskálds G.J. Herbertsstrasse

Níels A. Ársælsson., 13.11.2018 kl. 14:17

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Enda er þetta tímamótaverk sem valda mun straumhvörfum til lands og sjávar.

Jóhannes Ragnarsson, 13.11.2018 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband