Leita í fréttum mbl.is

Hann varð fyrir hrottafengnu kynbundnu ofbeldi

ing3Þegar þessi orð eru skrifuð liggur góðvinur okkar allra, Kolbeinn Kolbeinsson skrifstofustjóri og framsóknarmaður, sárþjáður eftir kynbundið ofbeldi, á Landspítalanum við Fossvog og samkvæmt upplýsingum vakthafandi hjúkrunarkonu er líðan hans hér um bil eftir atvikum þessa stundina, erfiðust sé grátköstin sem ríða yfir hann annað slagið eins og miskunarlausir brotsjóir. Kolbeinn kom með sjúkrabíl á sjúkrahúsið þrijudagkvöldið og var þá nær dauða en lífi. Í ljósi aðstæðna kölluðu læknar lögregluna til því grunur lék á saknæmum atferli í aðdragandi þess að Kolbeinn var fluttur á sjúkrahús.

Tildrög þessa máls vóru heldur ekki af verri endanum: Frú Ingveldur, eiginkona Kolbeins, hafði fyrir algerða tilviljun heyrt á mál bónda síns er hann sat að spjalli við kunningja sína, þá Brynjar Vondulykt og Óla Þ. Apakött. Heyrði hún að Kolbeinn sagði við félagana: -Helvítis kerlíngaöspin er náttúrlega algjörður bölvaður sódómískur, það meira að segja vellur ónáttúra og brenglaður losti úr um eyrun á henni. Og félagarnir óku sér í sætunum af vellíðan við að hlýða á mál Kolbeins og virtust sammála honum í einu og öllu. -Og ekki er nú géðslegra að sjá helvítið á klósettinu. Ég get sagt ukkur, vinir mínir, að þegar ég gægðist gegnum skráargatið í morgun þegar hún var að athafna sig þar inni, rak mig hreinlega í rogastans.

Kolbeinn hóf næstu setningu, en náði aldrei að ljúka henni því frú Ingveldur blandaði sér í málið og veitti Kolbeini kynbundið ofbeldi af svo hrottalegri stærðargráðu og Vondalyktin og Apakötturinn tóku til fótanna og hlupu lengi því þeir voru nær vitstola af skelfingu. Það varð Kolbeini aftur á móti að nokkru leyti til bjargar, að þegar nágranninn sá hann koma svífandi eins og úldinn þorskhaus út um stofugluggann og glerbrotahríðina á eftir sér, þá hringdi hann strax í neyðarnúmerið og tilkynnti slys, sem væri jafnvel morð. Á þessari stundu er hæpið að Kolbeinn muni nokkurn tíma öðlast kjark til að klára setninguna sem hann var byrjaður á þegar frú Ingveldur batt enda á málæðið í honum; en setningin sú er líka þess eðlis, órjáleg og djöfulleg að aungvum lifandi manni dettur í hug að hafa þann viðbjóð eftir, hvað þá að segja slíkt um maka sinn eins og Kolbeinn ætlaði að gera.


mbl.is Máttur #MeToo að gripið var til aðgerða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband