Leita í fréttum mbl.is

Verður nú vikið að atburði á Patreksfirði og ískyggilegum horfum í Búðardal

jol3_1047284.jpgJá já, það er hægt að kalla annan andskotann saman, og sjálfsagt sundur líka ef því er að skipta. En látum það gott heita að sinni, því nóg er komið að sinni, og víkjum að alvarlegra máli. Sá miður huggulegi atburður varð í dag í útjaðri þorpsins á Patreksfirði að ófreskja í kattarlíki kom þjótandi eins og kólfi væri skotið niður snarbratta fjallshlíðina og jagaði á augabragði tvær manneskjur, roskinn karlmann og átta ára telpu, og hafði bæði á brott með sér í belgnum. Ekki þarf vitna við, að þar var Jólakötturinn á ferð, glorsoltinm grimmur og géðveikur. Mun þetta í fyrsta sinn á þessari jólaföstu sem óargadýrsins verður vart og er fólk strax orðið uggandi um að skepnan muni gjöra fleiri strandhögg áður en yfir líkur á þeirri aðventu er nú fer í hönd.

Í fyrra jat kattarskrattinn guðfræðimenntaðan sjálfstæðismann á Eskifirði og varð af fárveikur og stóð spýjan aftur úr dýrinu út um tún og garða, með þeirri roknafýlu sem verst hefir fundist á Austurlandi. Þá menn urðu varir við krankleik Jólakattarins eftir sjálstæðismannsátið stóðu allar vonir til, að þessi munnbiti mundi verða honum að aldurtila. En sú von brást og lítil var sprettan síðast liðið sumar þar sem jólakattarskíturinn dreifðist yfir, allt var brunnið niður í rót eins og eftir brennistein eða saltsýru. Og lambfé sem kom þar nær og tók þó ekki nema örfá strá steindrapst á stundinni. Á stundinni.

Að vísu vóru Patreksfirðingar rasandi að fá slíka heimsókn, en gátu ekkert að gert, sem vonlegt var, annað en að horfa á eftir kettinum hlaupa skáhalt upp hlíðina, heldur vambsigin eftir málsverðinn. Því miður ber þeim á Patreksfirði engan vegin saman um hver fórnarlömbin eru. Húsfrú ein á staðnum, að vísu nokkuð ölvuð er við hana var talað, hélt því ótrauð fram, að Jólakötturinn hafi etið tvo ferðamenn er þar vóru á vakki, en karlmaður, kominn af léttasta skeiði, fullyrti að bættur væri skaðinn, þetta hefði verið aðkomuníðingur og stórbiluð dóttir hans. Hvar Jólaköttinn ber niður næst er erfitt að segja til um, en fátt er lengur um fína drætti á Vestfjörðum svo ætla má að hans verði næst vart í Búðardal. Það getur hvur maður séð, að eftir að hafa hlaupið í einum blóðspreng vestan frá Patreksfirði og inn í Búðardal verður kisi orðin heldur en ekki glorhungraður og innantómur. Þannig að þeir Búðdælingar, sem að sjálfsögðu eru einnig Sturlungar, ættu að vera varir um sig næsta sólarhringinn að minnsta kosti ef ekki á illa að fara fyrir þeim.


mbl.is Hægt að kalla saman Landsdóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband