Leita í fréttum mbl.is

En ég get aldregi fyrirgefið þér að hafa kallað mig fernu ...

vertsFyrir margt löngu rakst kunningi minn einn á kvennsnipt nokkra, sem hann þekkti, á vertshúsi, hvar hún sat til borðs náunga, sem kunningja mínum skildist að væri mjólkurfræðingur. Fátt markvert kom fram í samtalinu, sem varð þeirra í millum, nema hvað kunningi minn lét þess getið við kvensniptina, að hann skildi ekki hvað hún væri að gera með þessum helvítis fernutittlingi. Síðan slitu þau talinu og kunningi minn fór sína leið. Mörgum árum síðar rakst hann á mjólkurfræðinginn, sauðdrukkin á einhverjum veitingastað. Og mjólkurfræðingnum virtis mikið niðri fyrir og drap tittlinga í sífellu, vonskulegur á svipinn. Svo tókst mjólkurfræðingnum, eftir talsverða áreinslu, að tauta út úr sér: - Mér hefir svo sem alltaf líkað ágætlega við þig, Matti minn, en ég get aldrei fyrirgefið þér að hafa kallað mig fernutittling hér um árið.

Svona hefir Sigmundi, krossberanum þeim arna, liðið, alveg eins og mjólkufræðingnum, í gærkveldi eftir að hafa hlýtt á svæsinn málflutning litlu ungfrú Alfredós í Kastljósinu. Það er ljóst að Sigmundur mun aldregi fyrirgefa ungfrúnni það ofboðslega ofbeldi sem hún beitti hann í fyrrnefdu Kastljósi. Þetta beinir athyglinni að því hvað gert er við ofbeldisfólk þegar það stundar opinbert ofbeldi. Stundum láta hlutaðeigandi ofbeldislætin sem vind um eyru þjóta, í annan stað er hringt á lögregluna og hún beðin að handtaka ofbeldiskvikindið og loka það inni.Í tilfelli Sigmundar Davíðs virðist sem hann hafi látið undir höfuð leggjast, af einskærri góðvild og sáttafýsn, að láta handtaka og kæra ungfrú Alfredós fyrir hið illa ofbeldi sem hann mátti þola af hennar hálfu.

Í stað þess að vera maður með mönnum, sem míga standandi, og hjóla í ungfrúna með réttlætið og lögmenn að vopni, hlaupur hann eins og kvíga, sem týnt hefir meydómnum á slyslegan hátt, beint í fjölmiðla og rekur upp ramakvein, öskrar, æpir og grenjar undan ungfrú Alfredós, sem hann segir hafa sært sig stærra og meira hjartasári, en áður hefir þekkst í samanlagðri mannkynssögunni. Með þessu endemis háttarlagi sínu hefir Sigmundur gengið sjálfviljugur í flokk með mjólkurfræðingnum sem grénjaði árum saman út af því að hafa verið kallaður fernutittlingur á vertshúsi í viðurvist hjákonu sinnar. Héðan af liggur leiðin aðeins niður hjá forstjóra Miðjungsflokksins og síðustu smugunni fyrir hann að skríða aftur inn í Framsóknarfjósið hefir verið tryggilega lokað samkvæmt skipun gömlu Framsóknarmaddömunnar.


mbl.is Segir ekkert hafa sært sig eins mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband