Leita í fréttum mbl.is

Og hann var geltur í þar til gerðri geldingarvél

kol2Þá eru þeir búnir að hafna kérlíngarhrúgunni henn Theresu May og það verður að hafa það. Það bjóst naumst nokkur maður við því að þessi galsafengni konurokkur hefði sitt fram og nú er það búið.

Hinsvegar gripu yfirvöld sóðalegan öfugugga í fjárhúsi austur í Hreppum og tóku hann sér til handargagns. Kallhelvítið var fullur og þeir rökuðu af honum yfirvaraskeggið og þeir tóku líka af honum klofstígvélin sem hann var í í fjárhúsunum. Það borgar sig ekki að fara varfærnum höndum um sona kalla. Svo tóku þeir skýrslu af honum á lögreglustöðinni og Hálfdán varðstjóri barði hann soldið og stundi eins og lostasvín á meðan. Þegar skýrslutöku var lokið dæmdu þeir hann á stundinni til geldingar, framkvæmd var strax bak við lögreglustöðina og nokkrir ungir drengir og fáeinar telpur á gelgjunni fengu að horfa á sér til varnaðar og uppbyggingar.

Það vill svo skemmtilega til, að Hálfdán varðstjóri er áhugamaður um framfarir og uppáfindningar og hefir í samstarfi við handavinnukennara grunnskólans fundið upp, hannað og smíðað tæki til að embætta þá sem hafa farið yfir strikið í pervertisma og hafnað í klóm réttvísinnar. Athöfnin var í senn alvarleg og fróðleg, blærinn yfir henni minnti viðstadda á þegar hænsn eru háhoggin þegar þeu eru hætt að verpa, og strákarnir sem fengu að fylgjast með klöppuðu að leikslokum, en sóðalegi öfugugginn skreiddist á fætur og skjögraði sína leið, yfirvaraskeggs- og klofstígvélalaus, en umfram all púngslaus. Það var ekki sjón að karlhelvítisdrusluna þegar hún skakklappaðist á brott , en strákarnir ráku á eftir honum með gargi og bandspottum sem þeir dángluðu utan í hann.  


mbl.is Brexit-samningi May hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband