Leita í fréttum mbl.is

Skírnarathöfn sem viđstaddir gleyma aldrei

síra Bald1Síra Baldvin hefir međ öllu aflagt ţann óguđlega siđ í prófastsdćmi sínu, ađ skíra saklaus, ómálga börn. Ţess í stađ heldur hann úti, samkvćmt Jóhannesi skírara, niđurdýfingarskírn og hefir fyrir löngu látiđ koma bađkeri fyrir útundir vegg í musteri sínu, ekki langt frá predíkunarstólnum. Ţá fólk lćtur skírast hjá síra Baldvini er ţađ í hiđ minnsta orđiđ 13 ára. Fer blessuđ skírnarathöfnin fram á ţann hátt, ađ síra Baldvin lćtur vatn renna í bađkeriđ, gjarnan viđ heilaga, reglubundna guđsţjónunstu, en síđan kemur sá er skíra á í mittisskýlu einni fata og rennir sér ofan í bađkeriđ og síra Baldvin skírir hann upp ur vatni í nafni Drotins, Guđssonar og Heilagsanda.

Skömmu eftir ađ síra Baldvin tók upp nýjan skírnarsiđ viđ embćtti sitt, kom gamall kallskarfur ađ máli viđ hann og beiddist skírnar, foreldar hans höfđu sem sé látiđ undir höfuđ leggjast ađ fela drenginn Guđi og síđan var ekkert hugsađ um ţađ meir. Á tilteknum messudegi klöngrađist hinn aldrađi skarfur til kirkju í mittiskýlunni sinni og hlammađi sér niđur í keriđ međ nokkrum bođaföllum. En ţegar síra Baldvin beygđi sig yfir skírabarniđ fann hann stćkan áfengisţef leggja af ţví. Ţví er haldiđ fram og ţađ međ dálitlum rökum, ađ sóknarbörn síra Baldvins, sem vóru viđ ţessa messugjörđ muni aldrei gleyma skírninni er ţar fór fram, ţví ekki fyrir löngu var sannađ ađ kona nokkur, sem ţar var stödd, en er nú á hjúkrunarheimili međ alzheimer og sórkölkun á háu stigi, man ţessa umrćddur skírn greinilega ţó hún sé nú búin ađ steingleyma öllu öđru.

Ţegar síra Baldvin fann djöfuls brennivínsstćkjuna af kallófétinu varđ honum svo misbođiđ, ađ hann reif međ öđrum hrammi sínum í hárlubbann á honum og keyrđi hausinn á honum á bólakaf í vatniđ og hélt honum ţar niđri. Kallskepna, sem sé skírnarbarniđ, var óviđbúiđ sona ćgilegri skírn varđ trylltur af hrćđslu í bađinu og fór ađ sprikla og andskotast eins og hvaldýr í sjálfheldu. Ţegar loks síra Baldvin hífđi karl upp á hárinu, helbláan í framan og niđur á bringu, orgađi hann framan í hinn hálfdauđa velsaling: Ég verđ víst ađ neyđast til ađ skíra ţig í nafni heilagrar ţrenningar, ţó svo ţađ jađri viđ guđlast. Og Jón skaltu heita, ţó réttara vćri ađ nefna ţig djöful og andskota og vígja ţig ErkiDjöflinum til endalausrar rassskellingar frá eilífđ til eilíđar. Svo reif síra Baldvin um úlnliđinn á Jóni hinum nýskírđa og mismunađi honum nćr nöktum út á kirjutröppurnar, út í frostnćđinginn og skafrenninginn. Og kallauminginn skakklappađist heim, rösklega hálftíma gang, og lá heima hjá sér í lúnabólgu í mánuđ á eftir.    


mbl.is Átta systkina skírn í Hallgrímskirkju
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband