Leita í fréttum mbl.is

Arnfreður Lyngdalhh hefir lent í örðu eins og meira til

arnfrÞað er ekkert einsdæmi að fá trukk inn í stofu, fjarri því. Menn hafa meira að segja dregið fjögur stóðhross inn í stofu hjá náunganum með hörmulegum afleiðingum. Já. Arnfreður Lyngdalhh vörubifreiðarstjóri rykkti eitt sinn útidyrahurð nágranna síns úr falsinu og ók með hana dinglandi á eftir sér langar leiði; það höfðu nefnilega pörupiltar fest annann endann á vír í vöruflutningabílinn en á hinum endanum var dálítil járslá sem þeir stungu inn um bréfalúguna hjá fólkinu. Þetta var um nótt og Arnferður bifreiðarstjóri snemma á ferðinni og því fór sem fór, því enginn varð var við neitt fyrr enn óhamingjan skall á.

Það vað heilmikil rekistefna út af hurðinni og nágranninn kærði Arnfreð fyrir húsbrot, skemmdaverk og rof á helgi heimilisins. Og nágranninn sókti mál sitt svo fast að hann og Arnfreður slógust laugardagskveldið næsta á eftir. En Arnfreður svaraði áreytni nágrannans með því að hafa með kerlingunni hans; það var ljóti fjandinn, sagði Arnfreður, því það var soddan bölvuð fýla af kerlingunni, sona eins og hún hafi hætt að baða sig furir áratug eða svo. Síðar bakkaði Arnfreður vörubifreið sinni af alefli á hús nágrannans og pallurinn fór hálfur inn í stofu. Eftir það flúði nágranninn með hyski sitt austur á firði, og er hann þar með úr sögunni.

Hinsvegar voru það Brynjar Vondalykt og Kolbeinn vinur hans Kolbeinsson sem leiddu bykkjurnar fjórar inn í hús vandalauss fólks. Þetta vóru fjögur merhryssi, sem migu öll á gólfið um leið og inn var komið. Svo þursti heimafólkið fram, en það var allt í fasta svefni þegar aðkomumenn og hross bar að garði. Að vísu varð soldið uppþot, en Vondalyktin og Kolbeinn kunnu ráð við því og afvegaleiddu og gjörspilltu húsbændum þessa góða húss á augabragði og nörruðu til athæfis, sem það fólk mun skamma sín fyrir til dauðadags og aldrei nefna aukatenu orði. Svo getið þið velt fyrir ukkar hvað gerðist þar á bæ þessa minnisstæðu nótt.


mbl.is Fékk trukk inn í stofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband