Leita í fréttum mbl.is

En hvađ međ Hálfdán varđstjóra?

polAllt er nú gott og blessađ međ kallinn í Lćkjarvađi, sem hafđi kastađ yfir sig lögreglujakka áđur enn hann fór út á sjoppu í rigningunni; og hvađ međ ţó greyiđ hafi veriđ međ kylfustubb og handjárn, ţetta eru orđin so algeng hjálpartćki í ástarlífinu ađ enginn gerir athugasemd viđ nema forpokađir afturhaldseggir frá miđöldum. Svo er sú spurning áleitin hvort kallinn í Lćkjarvađinu sé nokkuđ verri en lögregluţjónar á ríkisframfćri, sem leggja heiđarlega borgara í einelti međ ófögrum uppátćkjum.

Hálfdán varđstjóri, nokkurskonar flaggskip íslenskra lögregluţjóna, lét sig hafa ađ vađa út á götu í lögreglujakkanum einum fata og handtók af handahófi konu, sem átti fyrir tilviljun leiđ framhjá lögreglustöđinni. Nokkrir krakkar, átta til tíu ára gamlir, stóđu álengdar og störđu hugfangnir á ţegar Hálfdán varđstjóri fćrđi kylfuna ofan í hausinn á konunni, setti handjárnin á fćturnar á henni og dró hana eftir sér inn á stöđina á löppunum. Nokkrum dögum síđar stökk Hálfdán út úr lögreglubifreiđ sinni, enn á lögreglujakkanum einum fata, og vóđ inn á sjoppu til ađ kaupa sér vindil. Síđan ókan reykjandi á ofsahrađa eitthvert út í óvissuna.

Í dag ţykir ekki tiltökumál ţótt Hálfdán varđstjóri setjist ölvađur undir stýri og fari ađ elta fólk á lögreglubifreiđinni međ ţađ ađ markmiđi ađ handtaka ţađ og fćra í fangageymsluna, ţar sem hann verkar og afdjöflar ţetta óheppna fólk. Einum náđi hann međ hurđinni um leiđ og hann blússađi fram hjá honum. Ţetta var mađur á miđjum aldri og hann skondrađist yfir gangstéttina og slengdist utan í húsvegg og hálfrotađis. Hann var ţví Hálfdáni varđstjóra auđveld bráđ; Hálfdán fór međ manninn niđur fyrir sjóvarnargarđ og leysti ţar onum hann. Og kona mannsins brjálađist ţegar hann kom heim, ţví hún hélt ađ hann hefđi gefist Hálfdáni varđstjóra á vald af fúsum og frjálsum vilja.


mbl.is Klćddist einkennisjakka lögreglunnar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband