Leita í fréttum mbl.is

Hver andskotinn er ,,mannauður"? Eða ,,fjármálaáhætturstýring"?

xEins og góðum kapítalistum og kapítalistasleikjum sæmir, valsa hinir gölnu frammámenn meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur um ganga ráðhússins skellihlægjandi og tístandi eins og gelgjuskjátur á villugötum. Trúlega er þetta lið gapandi af hlátri af því þeim hefir hugkvæmst að baknaga einhvern minnihlutahópinn, til dæmis Vigdísi Hauks, sem er ígildi minnihlutahóps hinna hæddu og smáðu. 

Ekki er um það að ræða að allir fjórmenninganna flissandi skilji baun í kerfisflækjunni, sem eitthvert illmennið hefir logið inná blessaða sakleysingjana í meirihluta borgarstjórnar. Það er eilítið hátimbrað, fyrir ekki stærri eða merkilegri bóga, að leggja fram óhugnanlegt drullumall um óþrifnað á borð við ,,nýsköpun", ,,mannauð" og ,,fjármálaáhættustýringu." Hver er, með leyfi, þessi andskotans ,,mannauður"? Er lifandi fólk einhverskonar auðlind, í líkingu við dauða þorska, fyrir kapítalista að arðræna? Og hverjum fjandanum ætlar Líf Magnínu að fjármálaáhættustýra? Stendur til að fara að gambla með rekstrafé íbúa Reykjavíkur, fara með aurana í eitthvert casínóið og fórna því við rúllettuborðið? Jónas heitinn Árnason segir á vísum stað, að flokkseigendur flokksins hennar Lífar kunni hvergi betur við sig en við rúllettuborð kapítalismans og hann gat ekki hugsað sér að tala við það eins og sósíalista.

Um ,,nýsköpun" meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur er sennilega best að hafa sem fæst orð; fyrir það fyrsta hafa flissararnir fjórir ekki hugmynd um hvað ,,nýsköpun" er, nema hvað eium þeirra rámar í að það sé eitthvað um að henda milljonum á milljonir ofan í að mjókka götur, gróðursetja pálmatré í glerhólkum og að reka blygðunarlausa láglaunastefnu. Það er ekki nema von að Vigdís Hauks sé hneyksluð á þessum útúrfirrtu beinmökkum. Síðast sagðist Vigdísi svo frá, að á borgarstjórnarfundum gætti hún alltaf vel að því hvort meirihlutaeignirnar væru nokkuð búnar að væta buxurnar eða gera illa í sig til baks, því það þurfi að annast þessi grey eins og ósjálfbjarga hvítvoðunga.   


mbl.is Borgin leggur niður SEA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Mannauður er það sem mannauðsstjórar stjórna. Kallað human remains management á ensku.

Þorsteinn Siglaugsson, 7.2.2019 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband