Leita í fréttum mbl.is

Vísindaleg tilraun með ketó lauk með afgerandi niðurstöðu

lyktSkemmst er þess að minnast, þegar frú Ingveldur og Máría Borgargagn gjörðu sína tilraun með að setja eiginmenn sína á ketófæði. Eins og við manninn mælt fóru þessir kunnu illræðismenn að þefja mun ver en áður og var þó ekki á bætandi. Einkum þóktu þeir félagar þefja einstaklega illa að neðan og ef þeir, fyrir handvömm, leystu vind innanhúss drápust flugur og könglær, sem og járnsmiðir, en kettir tóku til fóta og hurfu út um næsta opinn glugga.

Þegar fullsannað var með þá Kolbein og Indriða Handreð, ákváðu frú Ingveldur og Borgargagnið að fara sjálfar í ketótískuna til að fullreyna kenninguna um ketó og fýluna. Það vóru ekki liðnir margir dagar af ketóinu hjá þeim stöllum þegar sannanirnar fóru að hrannast upp. Þá Máría Borgargagn brá af sér nærhaldinu heima hjá sér rak Handreður maður hennar upp org og hljóp út og gubbaði; kvaðs hann aldei hafa fundið aðra eins djöfullega súreheysgryfjustækju á sinni lífsfæddri ævi. Og nú vóru það ekki aðeins flugurnar og köngulærnar sem dóu, heldur andaðist heimilishundur þeirra hjóna úr bráðaandarteppu um leið og Máría svipti af sér nærhaldinu.

Á heimílí frú Ingveldar og Kolbeins lá við mannfalli af ýldudrullufýlunni sem gaus upp þegar frú Ingveldur gyrti niðrum sig, því Kolbeinn maður hennar féll í ómeginn og lá á sjúkrahúsi í sex vikur milli heims og helju; hann hafði dregið að sér andann þegar óþrifnaðarsteggurinn gaus upp og orðið svarblár á samri stundu. Eftir þessar merku og óeigingjörnu tilraunir hinna valinkunnu sæmdarhjóna þykir fullvíst að ketómararæði sé viðbjóður, hættulegur einstaklingum og samfélagi og við þessháttar neyslu verði að leggja blátt bann með hörðum viðurlögum.


mbl.is Getur ketó haft áhrif á líkamslykt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Hræðilegt með heimilishundinn

Níels A. Ársælsson., 26.2.2019 kl. 17:08

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Já, það var virkilega sorglegt. Og að helvítis manneskjan skuli ekki hafa borið skynbragð á hvað gat verið í húfi ef hún rifi nærhaldið af sér fyrirvaralaust.

Jóhannes Ragnarsson, 26.2.2019 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband