Leita í fréttum mbl.is

Sámur verður Glámur og aunginn Grettir til að ráða niðurlögum hans

dog2_1268417.jpgÞað gæti auðveldlega orðið grátt gaman að klóna Sám því ekki þarf mikið að fara úrskeiðis svo af verði mikill voði. Fljótt á litið lítur sona ljósritun á hundi, seppatetri, vinalega út. Eins og flestir vita hefir dálítið verið fiktað með klón hér á Íslandi í áranna rás, já, eiginlega síðan í fornöld þá kappar riðu um héruð.

Einhverju sinni klónuðu þeir sænskan þorpara, Glám að nafni, og slepptu honum lausum norður í landi. Ekki var Glámur fyrr klónaður en hann vóð um völlu víða og myrti búsmala og beitarhúsamenn með því að kremja þá í kássu. Loks hugðist Glámur aflífa Gretti Ásmundarson, einn okkar vaskasta mann. En Grettir var sterkur og snar í snúningum og snöri bardaganum sér í vil og fór svo að Grettir kramdi Glám til dauðs og skar af honum hausinn fyrir durum úti. Lítið var skárra þegar fúskarar í Eyjafirði reyndu að klóna dulítin bolakálf; það hljóp allt í eitt andskotans óefni og úr varð harvítugur tuddi, Þorgeirsboli, sem deyði margann mannin og marga húsfreyjuna áður en yfir lauk.

dog3Telja má líklegt að klónunin á Sámi fari öll í handaskolum og úr verði blóðgrimmur klónaður og afturgenginn rakki, sem ekki mun sjá sig úr færi með að ráðast á hvurn mann og rífa hann á hol. Og sá er munurinn nú og forðum, að ekki eigum vér neinn Gretti til að ráða niðurlögum svo á svo böldnu hundskvikindi; er líklegt að vér munum fá oss fullkeypta á að hafa þessháttar óáran valsandi meðal vor. Og einhverjar sögur eigum vér af illum rökum sem vóru hálir klónaðir og hálfir afturgengir draugar og morðingjar og illræðisskepnur. Því biðjum vér frú Dorrittu að fara sér hægt við að klóna Sám, því reynslan hefir sannað oss að Sámur verður auðveldlega Glámur við klónunarfikt.


mbl.is Klónunarferli Sáms hafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hann verður í tvíhnepptu með gullspangargleraugu og gráan lokk þessi, þegar búið verður að klóna hann. Þarf enginn að segja manni að Óligrís hafi ekki átt aðeins við lífsýnin.

Þorsteinn Siglaugsson, 19.3.2019 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband