Leita í fréttum mbl.is

Góðir félagar, svona er nú krataeðlið

dog4Já, góðir félagar, svona er nú krataeðlið, ekkert nema undirferlið og holtaþokuþvaðrið. Fyrst verkalýðshreyinginn hefir þroskast það mikið upp á síðkastið að stéttarbarátta er komin á dagskrá í stað stéttasamvinu og sleikjuskapar við auðvald og arðræningja, hafa hinir tannlausu sjakalar krataeðlisins sig á brott, því þeir eru ekki verkalýðssinnar heldur undirgefnir þjónar auðvaldsins, kapítalismans. Því megum vér, félagar góðir, vera fegnir í hvurt skipti, einhver krataeðlissjúklinguinn tekur til fótanna með skottstubbinn milli lappana og hverfur af vettvangi. 

En þó svo einn sona krataeðlissjakali hrökkvi fyrir borð þá þarf meira til. Það eru nokkrir, satt að segja allt of margir, sona tannleysingjar enn á sveimi í verkalýðshreyfingunni. Hæst ber í þvi sambandi auðvitað framsóknarkurfinn og undanbragðameistarann Björn Framsóknarmann Snæbjörnsson formann Starfsgreinasambandsins og verkalýðsrekanda í Eyjafirði. Sá piltur hefir unnið það eitt sér til frægðar í verkalýðsbaráttunni að vera númer 1. 2. 3. 4. 5. og 6. Framsóknarmaður, og getur hvur maður af því séð hverskonar slepja er þar á ferð. Reyndar er Björn þessi Framsóknarmaður lifandi dæmi um úrkynjun og niðurlægingu verkalýðshreyfingarinnar.

ratEn nú eru breyttir tímar. Sem betur fer. Stéttarbarátta er aftur komin á dagskrá innan verkalýðshreyfingarinnar og að sama skapi þrengist að Framsóknarmönnum, krataeðlissjúklingum, stéttasamvinnumönnum og stéttasvikurum í verkalýðshreyfingunni. Og þar sem krataeðlissjúklinar tannlausir, sem og framsóknarflokksagentar eru brátt með öllu úrelt þing í verkalýðshreyfingunni er best fyrir soleiðis gerpi að hverfa sjálfviljug úr hreyfingunni svo ekki þurfi að sparka þeim eins og rottum út úr salarkynnum erfiðismanna.


mbl.is „Ágreiningur um leiðir að sama markmiði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband