Leita í fréttum mbl.is

Gleraugu Friðleifs, brjálsemi hans og endalok

glass1Mikið þó djöfull er hann Bjarniben skuggalegur með þessi gleraugu og augntillitið sem hann sendir í gegnum þau gerir að verkum að maður fer að hugsa um Fagín gamla og hans iðju. Og eflaust gera gleraugun að verkum að allir hinir ráðherrarnir í ríkisstjórninni eru orðnir mikið hræddari við Bjarnaben en þeir voru áður og er þá mikið sagt. Einkum og sér í lagi eru ráðherratittirnir, sem merktir eru Flokkseigendafélagi VG, logandi, skíthræddir, því þeir bera sjúklega mikila virðingu fyrir auðvaldinu, Sjálfstæðisflokknum, Bjarnaben og Morgunblaðslærdómi.

Friðleifur hét bóndi nokkur og bjó búi sínu að Gullhamri í Stokkahlíðum. Friðleifur var var ágætur íhaldsframsóknarmaður og lét ýmsum látum innan sinnar sveitar. Upp úr fertugu fór einhverskonar sjónvilla að gera vart við sig hjá Friðleifi og hann afréð að fara suður til augnlæknis. Hjá augnlækninum fékk hann gleraugu, sem hann setti óðara upp og hljóp sína leið. En ekki leið á löngu að sveitungar Friðleifs fóru að taka eftir einu og öðru skrýtilegu í fari hans og þeim varð ekki um sel.

Það kom sem sé upp úr dúrnum, að eftir að Friðleifur fór að ganga með þessi gleraugu dags daglega þóttust menn sjá að hann var orðinn úr hófi fram hirðusamur, einkum hvað varaði annarra manna eignir. Meðal annars teymdi hann kú nágranna síns inni í sitt eigið framsóknarfjós og kvaðs aðspurður hafa fundið téða kú einsamla og eigandalausa úti í haga. Og dráttarvél annars sveitunga síns þóktist hann hafa gengið fram á, eina og yfirgefna, í sínum eigin úthaga, en áminnst dráttarvél hafði horfið að næturlagi tveimur dögum áður. Þegar þessi eindæma hirðusemi hafði gengið sona fyrir sig um hríð gerðist það morgun einn, að frétt þessi efnis að Friðleifur bóndi að Gullhamri væri andaður; hafði hann fundist látinn í fjóshaugnum heima hjá sér og benti, að sögn, eitthvað til þess að honum hefði verið stungið eins og staur ofan í fjóshauginn með höfuðið á undan. Eftir á voru allir í sveitinn sammála um að Friðleifur hefði orðið brjálaður í höfðinu af gleraugunum og því hafi farið sem fór. 


mbl.is Réttlætir ekki skattfé í áhætturekstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband