Leita í fréttum mbl.is

Níðingsverk framið á örvasa Fergusoni

litur1Það er rétt á mörkunum að maður trúi sínum eigin augum. Hvað á það að þýða að svívirða aldraða og virðulega dráttarvél, sem auk annars er það eina sem minnir á Framsóknarflokkinn sáluga, sem fórst fyrir mörum árum, drukknaði í bæjarlæknum; var sagður öfurölvi þegar dauðinn kvaddi dyra við hið hægláta og smágerða vatnsfall á hlaðinu. Að mála fjólublátt ofan í hið gráa yfirbragð Fergusons er satt að segja djöfullegt tiltæki og bíta svo höfuðið af skömminni með því að klína hlandfjólubláu drulli yfir felgunar til að niðurlægingin sé sem sárust og mest.

Að vísu á svo að heita að gamla Framsóknarmaddaman sé enn með einhverskonar lífsmarki, en hún er fyrir löngum komin með öldrunargéðsjúkdóm og aðfram komin af áfengisfýsn og sjálfshatri. Með sívaxandi óreglu, elliglöpum og hefndarlosta missti hiða gamla skar alla stjórn á húskörlum sínum og griðkum í Fjósinu með þeim árangri að nú sitja aðeins fáeinir sílspikaðir púkar á fjósbitunum og slefa án afláts og það skilst ekki eitt einasta orð sem þeir reyna að stumra út úr sér. Þeir biluðustu skriðu út um taðgat Fjóssins og skriðu eins og rottur yfir Fjóshauginn og stofnuðu klausturreglu, sem þeir helguðu heilagri Kögun frá Tortólu.

Nær væri, skal eg segja ukkur, að grípa seggi Klausturbandalagsins og velta þeim upp úr þeim andstyggilega fjólubláma og hinum hlandlitnum, þessum sem maðurinn makaði á felgur Fergusons, og halda svo sýningu á eignunum í Þjóðleikhúsinu, því ekki vantar að Klausturbandalagsdólgum er umhugað að ljúga því að fólki að þeir séu öðrum þjóðlegri, íslenskari, frónskari og dónskari. Ef þessu dólgum er í alvöru annt um sæmd sína og æru, sem hefur þynnst ósköpin öll út upp á síðkastið, þá fara þeir þegar í nótt, með grá málningu í farteskinu, og hafa upp á Ferguson gamla, hvar hann hvílir fíflaður og smáður, og mála hann eiturgráan, svo sem hann var í upphafinu. En þann sem framdi hið ósmekklega málverk á Fergusoninum eiga hinir últraþjóðlegu Klausturbúar að taka fastan og raka af honum skeggið og hræða hann svo, að honum detti aldrei í hug að bekkjast við Fergusoninn framar.  


mbl.is Skegg í sama lit og traktorinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband