Leita í fréttum mbl.is

Með manna í vinnu

polHelvíti eru þær nú huggulegar þessar starfsmannaleigur, hvort heldur þær eru kendar við ,,Manna í vinnu" eða ,,Seiglu." Þegar Manni í vinnu var upp á sitt besta og djókaði með Rúmenana vóru góðir dagar hjá miðlurunum, sem átu steik í hvurt mál og vóru meira að segja svo flottir á því á sunnudögum að drekka ekta brennsluspritt með steikinni; og helvítin sötruðu sósuna og þurrkuðu sér síðan drafandi með erminni og sögðu skítabrandara yfir borðum. Segið so að ekki sé menning hjá Manna í vinnu!

En nú virðist sem Eflingarelítan sé farin í stríð við Mannann og Seigluna og eru menn blóðhræddir við að nú verði mannfall. En hvárt sem fleiri eða færri liggja í valnum þá skiptir væntanlega mestu máli að helvískri Mannaseiglunni verði blásið út í hafsauga, því þrælahald er, samkvæmt því er vér vissum síðast, stranglega bannað á Íslandi, þrátt fyrir allt. 

So svo var það þrælaleigan sem hafðist við bak við holt og hæðir uppi í Rauðhólum; þeir geymdu þrælana í harðlæstum gámum. So þegar einhvern vantaði þræl, til dæmis til að grafa tveggja kílómétra langan skurð og tveggja metra djúpan, gegnum harðbalamel, þá fóru kaupsýslumennirnir upp á gáminn og opnuðu þar lúgu og húkkuðu með krókstjaka eins og einn þræl upp úr gámnum og afhentu verkbeiðanda. Þar var nú ekki verið að flækja hlutina. Það skal tekið fram að Mannaleigan átti aungvan hlut að máli þarna að tjaldabaki í Rauðhólum. Seiseinei.


mbl.is Efling varar við nýrri starfsmannaleigu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband