Leita í fréttum mbl.is

Enda veraldarvanur við eldhúsborðið

alcHann er mikill alþjóðasinni hann Guðlaugur a. utanríkisráðherra, enda veraldarvanur við elhúsborð frú Ingveldar og Kolbeins og aldavinur þeirra hjóna og þeirra vina. Að hafa þvílíkt bakland nægir auðvitað til að leggja rafurmagnsleiðslu frá Íslandi og út í heim. Og auðvitað fells bjargræðið og réttlætið í því að senda alþjóðlegu auðvaldi, so geðugt sem það nú er, raflost gegum streng svo að endagörnin á Evrópuauðvaldinu bókstaflega logar af frygð. Já hönum er ekki beinlínis fisjað saman honum Guðlaugi og vér erum viss að Katrínu forsætisráðherra og Stengrími forseti eru afar stolt af þessu afkvæmi sínu.

Of vissulega hefir Guðlaugur a. utanríkisráðherra lög að mæla þegar hann mærir EES samninginn fyrir að hafa fært okkur dásamlega auðlegð. Til dæmis færði EES samningurinn okkur blessað Hrunið, sem flæmdi fullt af fólki út á gvöð og gaddinn, en það lið hafði bara gott af meðferðinni og stælti kjarkinn og jákvæðnina í því; að minnsta kosti fer aungvum sögum af því að þetta fólk hafi hætt að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarmaddömuna, hvað þá það hafi sett hrakfarir sínar í samband við fyrrnefnd samtök. Sona á fólk líka að haga sér og umfram allt á það að sleikja sig upp við Guðlaug, frú Ingveldi og Kolbein, elska þau virða og knúsa.

Þó gerðist því miður sá ófyrirsjánlegi atburður í nótt, aðfaranótt sumardagsins fyrsta, að María Borgargagn kukkaði í rúmið frú Ingveldar, en hún var þar að skemmta sér við þá Kolbein, eiginmann frú Ingveldar, og Indriða Handreð, en Borgargagnið kvað vera gift þeim manni, þ.e. Handreðnum. En hvað er það þó ein roskin hefðarkona geri í hjónarúm vinkonu sinnar þegar horfur eru á að réttar fjölskyldur með rétt viðhorf til alþjóðasamstafs eru í þann veginn að slá skjaldborg um einn rafurmagnskapal í stórgróðaskyni beint inn í stórfyrirtækjasamsteypur ESB og alls heimsins? 


mbl.is Varaði við „erlendri einangrunarhyggju“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband