Leita í fréttum mbl.is

Otandi fánastöngum eins og spjótum og atgeirum

lúđMikiđ verđ ég glađur og ánćgđur ţegar ég sé myndir í fjölmiđlum ađ skátum í baráttuham. Enda er fátt innilegra fyrir sálina en myndir af ungmennum, otandi fánastaungum á undan sér eins og spjótum og atgeirum og fánarnir standa sperrtir aftur sem vćru ţeir í ofsaroki. Ekki skemmir heldur ađ hafa lúđrasveitarmenn í sýslumannsbúningum, blásandi hergöngumarsa, rétt eins og heimstyrjöld sé skollin á.

Ţađ var til dćmis frámunalega skondiđ ţegar lögreglan var send út til ađ taka fastan mann lúđrasveitarbúningi og kom til baka međ Stjörnusýslumanninn Stones í sýslumannsbúningnum sínum. Lögregluţjónarnir voru fyrst í stađ mjög upp međ sér af handtökunni, eđa allt ţar til hiđ sanna kom í ljós, en ţeir höfđu handsamađ ţann fyrsta sem ţeir sáu í eikennisbúningi, lagt hann í jarn og spennitreyju og stungiđ vettlingi upp í delerantinn, ţví hann var međ mögl, hávađa og bölv og var allur hinn ósamstafsfúsasti viđ lögregluna. Ţegar upp úr dúrnum kom, ađ ţarna hefđu lögregluţjónarnir heldur en ekki stungiđ fingri í rangan ţumal og ađ hinn yfirbugađi fangi vćri ekki fullur og vitlaus lúđrasveitarmađur heldur hávirđingarverđur Stjönusýslumađurinn Stones, fór Hálfdán varđstjóri međ lögregluţjónana inn í fangaklefa og barđi ţá og svívirti í rúmar tvćr klukkustundir, en ţá ţókti varđstjóranum ađ ţeim vćri loks fullhengt. Ţví miđur gleymdist í öllum látunum ađ leysa fjötrana af Stjörnusýslumanninum Stones og engdist hann ţví um á gólfi varstjóraskrifstofunnar sem einn ánumađkur og gat aungva björg sér veitt. En ţá hr. Stones var laus úr prísundinni slógust ţeir hann og Hálfdán varđstjóri.

Ţó var hálfu verra ţegar flokkur skáta í bardagahug óđ út í sveit í fyrrasumar og fór ţar um eins og logi yfir akur. Fjárhús og hlađa brunnu upp til agna ţegar skátarnir ćtluđu ađ grilla inni í hlöđunni af ţví ađ ţađ var rigning úti og mjólkurkú sutu ţeir til bana međ boga og ör, af ţví ađ ţeim langađi í alvöru villibráđ og hćsnsnin í hćnsnakofa nokkrum grýttu skátarnir í hel, reyttu og grilluđu. Ţegar bćndurnir létu loks til skarar skíđa geg hium ófyrirleitna innrásarher varđ blóđugur bardagi ţví skátarnir vóru hatrammir og argvítugir. Ţađ var ekki fyrr en bćndurnir höfđu sett gnýblásara í gang og hótuđu ađ kasta skátunum í hann ađ skátafjandarnir gáfust upp. 





mbl.is Sumardeginum fyrsta fagnađ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband