Leita í fréttum mbl.is

Þegar Kolbeinn fór dyravillt í húsi konunnar

kolb6Það varð nú ekkert smá-uppistand þegar helvítis fíflið hann Kolbeinn Kolbeinsson skrifstofustjóri og framsóknarmaður fálmaði sig í niðamyrkri inn í hús, sem honum kom ekkert við, til að reyna til við kvennmann sem kom honum enn minna við. Þegar inn í húsið var komið fór Kolbein dyravillt, sem betur fer, og steyptist niður brothætta stiganefnu og hafnaði á kjallaragófinu, við hliðina á heimilishundinum, sem þar hafði aðsetur um nætur.

Um leið og Kolbeinn fór að brölta lemstraður um á kjallargólfinu tók heimilishundurinn til óspilltra málanna og réðst blóðgrimmur eins og Andskotinn á komumann, beit hann, klóraði, gelti og urraði að honum og lyfti að síðustu öðrum afturfætinum og mé án nokkurrar miskunnar í andlitið á hinum óheppna skrifstofustjóra so hann var nær drukknaður í hundshlandinu.

Og til að bæta gráu ofan á bleikt klöngraðist húsbóndinn á heimilinu, maður kvendisins sem Kolbeinn hugðist finna, niður í kjallarann og tók þegar við að hjá hundinum við að misþyrma gestinum, sem var nú orðinn fullviss að innan þriggja mínútna lægi hann liðið lík þar á gófinu með sundurrifnar slagæðar og brotið höfuð og lifrina sennilega komana utan á kviðinn. En hundurinn og húsbóndinn hættu þá við að myrða Kolbein, en þess í stað skreið nú húsmóðir heimilisins niður í kjallara með vasaljós og lýsti framan í Kolbein. Nú, það er þá þetta helvíti, varð henni að orði um leið og hún sveipaði frá sér og fór að dæmi heimilishundsins og hart-nær drekkti Kolbeini líka. Svo drógu þau Kolbein á fótunum bakdyramegin út úr kjallaranum og skildu hann eftir bjargarlausan í drullusvaði og sorpdreggjum þar í öskutunnuportinu.


mbl.is Féll út um glugga í leit að salerni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband