Leita í fréttum mbl.is

Að ganga af vitinu er ekki gamanmál

ingÆ hvur andskotinn, er hann Klemens litli orðinn geggjaður? Með öðrum orðum galinn, vitfirrtur, óður, brjálaður? Það er ekkert gamanmál fyrir ungan smástegg að ganga af vitinu og vera færður í spennitreyju og sendur samanhespaður heim með frímerki á rassakinninni. So hafa náttúrlega einn og einn brjálæðingur sloppið þó þeir hafi verið og séu sannarlega snarbrjálaðir og í geðvillukasti.

Þannig var það með ódráttinn Kolbein Kolbeinsson skrifstofustjóra og framsóknarmann; einlægt var hann, og á það til enn þann dag í dag, furðulegasta geðvillukasti, sumir töldu þetta vera geðkrabba, og sást þá ekki fyrir í siðblindunni og samræðisfýsninni. Einhveju sinni vóð hann, raunar um miðjan dag, inn á heimili blásaklauss fólks, sem hann þekkti ekki neitt, og hafði ekkert fagust í huga. Undir eins kom Kolbeinn auga á konuna á heimilinu, hvar hún stóð undrandi inni í stofu, og hugðist hremma hana með einu nákvæmu áhlaupi. En sem betur fer hnaut hann á ganginum um heimilisköttinn, sem kominn var á vettvang til að gæta að gestakomu. Stakkst Kolbeinn á höfuðið utan í dyrakraminn á stofunni og steinrotaðist. Hann komst þó brátt til meðvitundar og hélt hjónunum í húsinu í gíslingu fram eftir kvöldi, en þá kom frú Ingveldur og klófesti mann sin og bar hann heim.

Í annað sinn hrundu þau öll í géðvillukast í einu, frú Ingveldur, Kolbeinn eiginmaður hennar, Máría Borgargagn og Indriði Handreður, maður Borgargagnsins. Þau vóru stödd úti í hrauni, í heilsubótargöngu, þegar þetta gerðist, og allt fór á versta veg því lostinn var mikill. Maður, sem var nær í hrauninu og sá á atferli hinna geggjuðu fjórmenninga, hefir ekki enn náð sér þó liðin séu ívíð rúm tuttugu og fimm ár síðan. Sagðist manni þessum svo frá, að þessi kvikindi væru fremur dýr en af mannakyni, því tiltektirnar hefðu verið skepnulegri en orð fá lýst. Ennfremur taldi maðurinn víst að þessi tvenn hjón væru öll sem eitt öfuguggar og andskotar og sagðist sjá mest eftir því að hafa ekki hlaupið niður í bíl, en þar geymdi hann haglabyssuna sína, og freta á helvítis gerpin. 


mbl.is Ekkert leður á síðustu æfingu Hatara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband