Leita í fréttum mbl.is

Brandur Jónsson og afrek hans.

Picture 019Hér gefur að líta heiðursköttinn og veiðiklóna Brand Jónsson.

Eins og við var að búast hefur Brandur Jónsson haft í mörgu að snúast þessa dagana við að taka á móti farfuglum sem komið hafa í flokkum til okkar á Snæfellsnesið. Nú þegar hefur hann lagt að velli á níunda tug fugla af mörgum stærðum og tegundum, ber þar hæst grágæs nokkra sem hann tók af lífi án nokkurrar miskunar niðri í Dal á bökkum Hvalsár.

Meira verður sagt frá snörpum viðskiptum Brands við nýaðkomið fiðurfé á næstunni. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég get ekki annað en hlegið þó mér þyki vænt um fuglana og hafi einu sinni bjargað skógarþrastarunga frá því að lenda í gininu á ketti. Ég setti ungann í gárabúrið og lét gaukinn vera úti. Unginn var svo feitur að hann ætlaði aldrei að hafa sig upp á prik í búrinu. Svo mataði ég hann á ánamöðkum og páfagaukurinn svaraði alltaf kallhljóði ungans með einhverrju nýju blíðu kurri. Daginn eftir fór ég með búrið út í garð og skildi það eftir opið. það leið ekki á löngu þar til annað foreldrið kom og sótti ungann sinn og þeir flugu burt hæstánægðir og ég líka.

Svava frá Strandbergi , 28.5.2007 kl. 23:02

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

  1. Nei annars ég flaug ekki líka burtu hæstánægð, ég stóð reyndar og horfði hæstánægð á eftir þeim.

Svava frá Strandbergi , 28.5.2007 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband