Leita í fréttum mbl.is

Leiðindaskjóður landsins eiga ekki að reyna að vera fyndnar

fingur4.jpgEr nú hópur leiðinlegasta fólks landins að reyna að vera fyndinn? Maður hefi haldið að slíkt kraðak eða slæðingur hefði ekki hugmyndaflug til verka af því tagi. En stundum verða orðlagðir leiðindaskrjóðar, eða leiðindaskjóður í einum hópi, óvart hlægileg, án þess þó að ætlunarverkið hafi verið að skemmta nokkrum manni með gamanmálum eða sprelli. Nú gerðist það, að einhver stofnun á vegum Alþingis dæmdi þingskrukku Pírata seka samkvæmt siðanefnd Alþingis, en sá dómur geði Píratahjörðina reiða, þokuslæðingurinn í hausnum á þeim komst á dulitla hreyfingu. Upp úr þeirri hneysu ákváðu Píratabörnin að hefna sín á Alþingi og siðanfndinni.

Þegar kom að hefndinni fór allt sona frekar í handaskolum, eins og við mátti búast. ,,Tréfóturinn" heita háðungarverðlaun Pírata, án þess að þeir viti hvað háðung er, hvað þá þeir hafi hugmynd um hvað tréfótur er. Og svo kom stund hefndarinnar, lítilfjörleg og þurrkuntuleg, eins og hefdir eru gjarnan, og McCarthy, Mogensen munduðu trélöppina til að setja hana í hausinn á siðanefndinni. En, því miður eru nefndir með þeim ósköpum gjörar, að vera eins og draugar í efnislegumskilningi, þannig að ef tekið er til þeið þeirra, þá er gripið í tómt; á sama hátt fer með höggin, jafnvel þótt þau séu greidd með tréfæti, þá missa þau öll marks.

Pírötum fer best að sitja á rössum sínum óskeindum og æpa ,,spilling spilling!" að öllum sem leið eiga framhjá. Geyspa síðan vel og lengi og leggja sig út af eins og steingeltur fressköttur, sem étið hefir fylli sína af nagdýrum og þúfnatittlingsungum. Eitt kunna þó Píratar öðrum betur, þegar rofar til millum eyrna þeirra, en það er að hella sér yfir skapara sinn, Brýgýtu Jonsdottur, með óbóta svívirðingum og skömmum og láta hana hrökklast hágrátandi á braut með brotið skottið milli lappanna. En leiðinlegt fólk á aldrei að reyna að vera fyndið, það verður láta sér nægja að verða óvart hlálegt í augum annarra samferðarmanna sinna.  


mbl.is Siðanefnd Alþingis sæmd Tréfætinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband