Leita í fréttum mbl.is

Ótvíræð tengsl milli Fjallafjölnis og þýzka ný-nazistann herra S. Jagsch

imagesÞað muna eflaust einhverjir eftir Rótarýklúbbnum Fjallafjölni, sem gliðnaði sundur og hvarf fyrir ætternisgnúp. Þetta var í alla staði vel eðla félagsskapur, sem lét eitt og annað gott af sér leiða. En svo sló kynvilla sér niður í Fjallafjölni og þar með úti um þetta géðuga félag, sem hafði, eins og áður sagði, látið gott af sér leiða fyrir samfélagið. Ekki bætti úr skák, að samhliða hinu félagslega meini, sem kreisti líftóruna úr Fjallafjölni, þá varð opinbert að formenni klúbbsins var í ofanálag ný-nazisti og speglaði sig berrassaður heima hjá sér með hitlershúfupottlok á höfðinu; götustrákar sem höfðu fyrir kvöldsport að liggja á gluggum hjá fólki hjá sáu til formannsins milli gluggatjaldanna og kjöftuðu óðara frá og þar með voru örlög Fjallafjölnis ráðin.

Nú, löngu seinna, kemur svo upp úr dúrnum, að nýkjörinn bæjarstjórnarmaður nýnazista í ríkinu Hesse í Þýzkalandi, er einmitt launsonur fyrrum formanns Rótarýklúbbsins Fjallafjölnis á Íslandi. Og sannast nú enn einsusinni að eplinu er ekki gjarnt að falla langt frá eikinni. Það var á sínum tíma til þess tekið, að eftir að upp komst um formann Fjallafjölnis, hve óskaplega sá maður væri nautheimskur, illa artaður og bilaður; einkum þókti hann horfa til sinna karlkyns samferðarmann með lesbíska fryggðargrettu á trýninu. Það var að sögn óviðfeldin sjón.

Svo hvarf formaður Fjallafjölnis sjónum manna. Sumir fullyrtu að hann hefði farið til Brasilíu, aðrir voru freka á því að helvísk kalltuskan hefði horfið í mannhafið í Bankokk á Tælandi. Allt um það þá hvarf formaðurinn, það var mestu um vert. Nú ku hinn nýönazistíski piltur, Stefan Jagsch ,,Fjallafjölnis" ætla hefja hið aríska merki feðra sin hátt á loft og láta óþjóðlega og ættjarðarlausa aumingja á Þýzkalandi hafa það óþvegið að hægriöfgasið. Nú á dögunum skriðu fáeinar nýönazískar rottur út úr holum sínum í Reykjavík og reyndu að haga sér dólgslega, sem þó fór fyrir ofan garð og neðan, því góðgjarn maður, sem átti leið um, tók rotturnar sér til handargagns og kreisti úr þeim belginginn áður en hann kastaði þeim ofan í sorptunnu.    


mbl.is Nýnasisti kjörinn bæjarstjóri í Þýskalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband