Leita í fréttum mbl.is

Konum er illa við að vera sagðar rostungar að burðum

girl2.jpgÞað er nú víst lágmark að þessir sokölluðu vísindamenn hafi náð því að uppgötva séríslenskan rostung, sem því miður hafði átt að deyða út um landnám; það þýðir að landnámsmenn vorir hafi drepið fleira en hverja aðra. Og víst er um það, að hraustum fornkappa hefir verið það sjálfsögð fróun að reka rostungsskepnu í gegn með spjóti sínu, eða gefa honum dramm í hausinn með þungri öxi.

Nú, rostungar eru merkar persónur, enda kvað John Lennon upp úr með, í einu ljóða sinna, að hann væri rostungur. Hins vegar man aunginn til þess að John hafi verið með rostungstönnur, en hafi svo verið, þá hafa þær verir dregnar úr honum í æsku áður en þær fóru að verða áberandi í efri góm hans. Þá er stundum komist svo að orði, að þessi eða hinn sé rostungur að burðum, er rostungar eru afar digrir og fremur svifaseinir á þurru landi. Konum er illa við að vera sagðar rosungar að burðum og komast í manndrápsham ef þeim er borðið slík svívirðing á brýn.

Hinn nafntogaði kappi, Jón Íþróttamaður, komst eitt sin í kast við kvennbelg, sem svo sannarlega var áþekkust rostungi í laginu; kerlan sú var meira að segja með grimmilegar skögultönnur, sem gerðu hana enn hræðilegri. Um miðja nótt braust þessi kona í ölæði inn um gvefherbergisglugg Jón Íþróttamanns, hvar hann lá í fastasvefni og uggði ekki að sér. Skipti aungvum togum, að ekki var kelingin fyrr kominn inn en hún hóf stórsókn sem miðaði að aungvu öðru en að neyða okkar góða Íþróttamann til rismikilla kynferðisathafna. Svo sem kunnugt er, sagðist Jóni Íþróttamanni svo frá eftir þennan atburð, að rostungskonan hefði verið algerð hlandsprengja og farið í hendi eins og sprækur steypireyður, og ennfremur, að hann hafi ekki fundið fyrir kvennsemi lengi á eftir.  


mbl.is Fundu séríslenskan rostungastofn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband