Leita í fréttum mbl.is

Finnar eru róttækir í tiltektum, öfugt við vesalmennin á Íslandi

davi_2_1244720.jpgMikið þó djöfull geta Finnarnir, en þeir eru alls ekki frændur okkar, verið stórkostlega róttækir í tiltektum. Þarna kemur einn af þessum fjöndum þjótandi fram á sjónarsviðið eins og miðaldamorðingi og höggur mann og annan. Ég gæti trúað að Egill forfaðir okkar Skallagrímsson og Víga-Styrr, einnegin forfaðir okkar allra hefðu ljómað í framan hefðu þeir lifað þann atburð er varð þarna í Kuopio. 

hoffmann1Og vissulega höfum vér átt horska menn, sem töldu ekki eftir sér að sveifla sverði og fara að óvinum sínum með brugðnum brandi. Pétur Hoffmann Salómonsson gekk fram á hlað sitt með öxi í hönd gegn útlendum óþokkadátum, sem voru að elta ungar stúlkur í miður frómum tilgangi. Skipti enda snögg um lán telpnanna því hinn hrausti Snæfellingur vóð að og laust öxi sinni í hausinn á einum dátanum svo gekk niður í kjálka og jaxlarnir hrundu út um allt, en hinir dátarnir tóku til fóta sinna skelfingu lostnir og hurfu út í myrkrið. Stóð þá atgerfi afkomenda Egils með nokkrum blóma á Íslandi.

Í dag standa mál þannig á Íslandi, að þar finnst aunginn maður svo búinn til líkams og sálar, að hann geti tekið upp svo mikið sem hausingasveðju öðruvísi en að stórslasa sjálfann sig á. Vesalmenni nokkurt, upp alið í Heimdalli og SÚS, vildi reyna vígfimi sína og hetjuskap og fór á stúfana með bjúgsverð, sem hann stal af frænda sínum, en frændinn hafði smyglað sverðinu til landsins þegar hann var í siglingum. Nú, drengurinn þaut með sverðið í hönd niður á Austurvöll, þar sem hann hugðist vega kommúnista, sem einhver, eða einhverjir, höfðu sagt honum að væru staðsettir þar. Í þetta sinn var fátt um manninn á Austurvelli, aungvir kommúnistar, aðeins fáeinir rónar, sem sátu á bekk og voru að sjúga í sig kogara. Frekar enn ekkert ætlaði vesalmenið að vega rónana, en árásin fór í slíkum handaskolum, að hann missti bjúgsverðið, er hann hugðist höggva einn rónann, það snörist í höndum honum þannig það gekk gegnum lófa hans og hljóp sverðsoddurin líka í gegnum lærið. Þær urðu lyktir þessa einkennilega bardaga, að það voru rónarnir sem hringdu á sjúkrabíl og gerðu að sárum hins fallna til bráðabirgða. Þegar vesalmennið hafði náð sér að mestu eftir hrakfarirnar lét það sig hafa, að kæra rónana fyrir að hafa ráðist á sig og heimtaði háar skaðabætur, en það þýddi nú lítið.

 


mbl.is Einn látinn í sverðsárás í Finnlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Hann hefði getað fengið hálfan kogara í skaðabætur, og lögfræðingur hans hinn helminginn uppí kostnað.

Rónar eru nefnilega séðir, vita eins og er að eftir því sem fleiri komast á bragðið, að þá er líklegra að auðveldara sé að útvega sér guðaveigarnar.

Takk samt fyrir guðdómlegan pistil Jóhannes, ég sá alveg SUS-arann í anda að vega að róna þegar kommi var ekki í boði.

Tradegían er sú að þetta er liðið sem nokkurn veginn stjórnar okkur.

En þannig var gríska skopið, harmurinn var stutt undan.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.10.2019 kl. 16:51

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ójá, þannig er nú það. Þakka þér fyrir Ómar.

Jóhannes Ragnarsson, 1.10.2019 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband