Leita í fréttum mbl.is

Meira að segja Láfi klausturmunkur getur spænt skýrslu öfgafólksins í tættlur

x25Ö-hö-hö-hö. Það fór sém ég hugði, að í skýrslu hlutdræga öfgafólksins um EES samningin stæði ekki steinn yfir steini, svo jafnvel klaustmunknum Óláfi Ísleifssyni veittist auðvelt að tæta skýrslulíkið atrana í sundur, stykki fyrir stykki, uns ekkert er eftir annað en skjátan ein, sem ber höfundum slíkt vitni, að farsælast væri fyrir þá að skríða niður í kjallarana sína og láta aungvann mann upp frá því sjá sig á almannafæri.

Og Óláfur munkur lætur öfgafólkið hafa það óþvegið og kallar plaggið ,,gagnrýnislaust varnarit fyrir samininginn í predíkunarstíl." Hrædd erum vér um, að þessi orð munksins hafi verkað á skýrsluhöfunda eins og löðrungur og flenging á bert rassgatið. En eftir situr þjóðin jafn illa að sér í áhrifum EES samningsins og áður og horfir undrandi á eftir skattpéníngum sínum verða að aungvum í klónum á hlutdrægum grilluföngurum og öfgafólki.

Þetta er náttúrlega alveg gaga og gúgú og vandséð annað en að einhver eða einhverjir muni fjúka úr Alþingishúsinu og viðkomandi ráðuneyti. Sennilega verður utanríkisráðherra settur af fyrir fúsk og slóðaskap og vísast einnig fjármálaráðherra fyrir sömu sakir. Nú, Láfi munkur, sem stóð fyrir skýrslugjörðinni, verður ugglaust leiddur á höggstokkinn líka, því hann hafði ekki döngun í sér fyrir klausturlátum, að fylgjast með skýrslugjörðinni og öfgasokkunum, sem falið var að kokka upp skýrsluna. Það má því fastlega búast við hópuppsögn á Alþingi og viðkomandi ráðuneytum, og er það sannarlega vel ef þannig fer. 


mbl.is Skýrslan „gagnrýnislaust varnarrit“ fyrir EES
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Að öllum gamanmálum slepptum á dr. Ólafur Ísleifsson allan heiður og þakkir skildar fyrir sína vel rökstuddu og tímabæru gagnrýni á gersamlega einhliða skýrsluna frá hinum hlutdræga starfshópi sem Guðlaugur Þór skipaði einn saman -- þá þegar sjálfur orðinn mjög hallur undir Evrópusambandið og allt sem frá því kemur.

Jón Valur Jensson, 3.10.2019 kl. 14:25

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sæll jóhannes- þú er með betri gagnrýnendum hér á blogginu og líklega hefur þú rétt fyrir þér með hópuppsagnir á Alþingi.

En þessi skýrsla var pöntuð og sett í hendur  ESB sinna til skrifa. Það mátti ekki búast við neinu öðru en því sem kom, eða hreinni dellu.

Eggert Guðmundsson, 3.10.2019 kl. 14:44

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ekki er annað að sjá en að þið hafið rétt fyrir ykkur, Jón Valur og Eggert, varðandi þessa eikennilega unnu skýrslu.

Jóhannes Ragnarsson, 3.10.2019 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband