Leita í fréttum mbl.is

Trúlega fær Jakob svæsið innanmein áður en langt um líður

bur6.jpgEkki mun líða á löngu þar til Jakob hrafn liggur dauður af krassandi innanmeinum sem fljótlega munu blossa upp í honum sökum pylsuátsins. Meira að segja hrafnar, sem eru nú ekki þekktir fyrir að vera matvandir og fastagestir á öskuhaugum, hafa ekki nógu öflugt ónæmiskerfi né líffæri, sem geta varið þá fyrir eitrinu úr pylsugöndlunum. Við hljótum öll að muna eftir fjölskyldunni sem lagðist í pulsuát og öll dauð fyrir nstu áramót; þetta var átta manna fjölskylda og bráðhraust áður en hún varð pylsunum að bráð.

Eitt sinn var gerð rannsókn á pylsuþoli geita, en geitur eru dálítið eins og hrafninn og éta hvað sem að kjafi kemur. Og ekki þurftu vísindamennirnir að kvíða þess að þurfa að kemba hærurnar á geitunum, því þeir voru allar steindauðar aður en nokkurn varði. Og þegar þær óru ristar upp, blast við hroði sem minnti á hraungrýtisköggla. Verst var þó að ein geitin gekk aftur á rannsóknarstofunni og linnti ekki látum fyrr en henni hafði tekist að stanga Guðfreyju vísindakonu til bana.

Þá var öldin önnur fyrir hrafn og refi þegar einungis óunnin matvara var í boði. Í fornöld börðust bædur stunum úti á túni, eða einhvers staðar á víðavangi, og voru þeir er féllu skildir eftir þar sem þeir lágu og hrafnar og refir nytjuðu þá til áts; um þetta eru fjölmörg dæmi í vísum vígamanna, þar sem þeir segja frá því, að þeir hafi stútað svo og svo mörgum til að að vargurinn hefði nú eitthvað til að rífa í sig og seðja svengd sína. Og nýlega greindi blaðið La Stampa á Ítalíu svo frá, að bóndi nokkur, þar í landi, hefði höggvið nágranna sinn í spað og saltað oan í tunnu. Síðan bauð hann hreppsnefndinni í mat og lét þá góðu menn éta hinn óhamingjusama nágranna spaðsaltaðan, beint úr pottinum. Þess ekki er þess getið, að hreppsnefndinni hafi orðið meint af svo dýrlegri máltíð. 


mbl.is Jakob röltir um og þiggur pylsur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband