Leita í fréttum mbl.is

Ef Egill mætti til leiks eftir 1000 ára fjarveru

drunk1_1048452.jpgAlltaf batnar það. Eru nú alsgáðir menn farnir að keyra sisona á hús upp úr öldungis þurru? Jahérna. Einusinni ók kunningi minn út af þjóðvegi í kolniðamyrkri, og þar sem hann hélt för sinni áfram eins og ekkert hefi í skorist þá tók bifreiðina hossast og hendast til. Það var þá sem kunningja mínum varð að orði: - Hverskonar helvítis vegir eru þetta! En kunninginn var ölvaður þegar þetta gerðist. En þessi þarna í Hafnarfirði,- ja, það er nú meira en ég fæ skilið.

Svo kemur líka fram í fréttinni, að Sjálfstæðismenn hafi farið ránshendi um Árbæinn. Það var ekki nema þeim líkt. Í gærkvöldi, þegar ég var lagstur fyrir, fór ég að lesa Egilssögu, eimitt þar sem segir frá því þegar Egill og Þórólfur bróðir hans fóru ruplandi og rænandi og með báli og brandi fyrir sunnan og austan Noðveg. Þar kemur ljóst fram að Egill var í Sjálfstæðisflokknum, var meira að segja frumsjálfstæðismaðurinn. Þó er óvíst hvort Egill mundi þyrma Sjálfstæðismönnum dagsins í dag, ef hann mætti koma aftur fram á sjónarsviðið eftir rúmlega 1000 ára fjarveru. Hræddur er ég um, að brúnir Egils mundu síga geigvænlega ef honum væru sýndir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í dag. Og hann mundi reiða til högg bæði brand sinn og exi. 

Svo var það maðurinn sem reyndi að kera yfir óvin sinn, en við skulum ekki ræða það frekar. En lesendum til glöggvunar slapp maðurinn, sem stóð til að aka yfir, en maðurinn á bílnum keyrði á harðaspretti á ljósastaur, með þeim afleiðingum, að ragmagnið fór af í heilu hverfi í tvo tíma. En aftur að fólinu í Hafnarfirði, sem keyrði allsgáður á hús og eyðilegði það. Af hverju ók hann ekki á eitthvað annað? Því verða hann sjálfur og yfirvöld að svara. 




mbl.is Allsgáður ökumaður ók á hús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband