Leita í fréttum mbl.is

Þjóðskáldið orkti hugheilan kviðling um frænku geitarinnar

ing13Æ, hún var lengst af baldinn kvenmaður, hálfgerður svarkur og fólsk meira en góðu hófi gegndi. Þó fór nú svo, að eitt af okkar lang-ástsælustu þjóðskáldum orkti frægan kvæðisstubb um konuna, sem gerða það af verkum, að hún varð landsfræg. Hún varð meira að segja soldið fræg í Færeyjum og Norðvegi. Samkvæmt kveðandi þjóðskáldsins, telst kvenmaður þessi fjarskyldur ættingi geitarinnar á Íkea. En ljóði er svohljóðandi og var tekið upp í skólaljóð ætluð barnaskólabörnum:

Hún var kokkur í sinni sveit,
sóðalegri en nokkur geit,
í matinn bæði meig og skeit;
en menn skulu ei fást um það.

Svá einn dag fór mærin með
morgunbæn - sem var hreint ógeð,
höndlaði að lokum sinn Handreð;
höldum við svo um það.  

En ekki skal sköpum renna. Já. Og níðingar fundu hvöt hjá sér til að misskilja geitarbrennuna og leituðu uppi raunverulegar geitur og hugðust leggja eld að þeim. Þetta hefði sjálfsagt orðið hin besta skemmtan fyrir níðingana (eða eigum við heldur að hafa ufseilón í níðingunum: Nýðingarnir?)ef bóndinn og hundur hans hefðu ekki staðið þá að verki og bóndinn vopnaður haglabyssu. Hann skaut einu skoti að níðingunum og hæfði; síðan sigaði hann hundi sínum á ódæðismennina. Ekki veit ég hvurjar lyktir urðu á þessu ískyggilega máli, en hitt veit ek, að níðingarnir hafa ei síðan sést.


mbl.is Plana að kveikja í geitinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband